spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson: Sama ef bardaginn helst standandi

Gunnar Nelson: Sama ef bardaginn helst standandi

Gunnar NelsonGunnar Nelson var á dögunum í viðtali við írsku MMA fréttasíðuna Severe MMA. Í viðtalinu talaði hann m.a. um Brandon Thatch og æfingarnar í Mexíkó og Las Vegas.

Gunnar átti upphaflega að mæta John Hathaway en Bretinn meiddist og getur ekki keppt á UFC 189. Í hans stað kemur Bandaríkjamaðurinn Brandon Thatch sem þykir einstaklega hættulegur standandi og hafa allir sigrar hans komið í fyrstu lotu. Gunnar hefur séð nokkra bardaga með Thatch en hann hefur aldrei undirbúið sig sérstaklega fyrir einn andstæðing.

„Ég hef verið að skoða hann og leita að veikleikum, ég verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið. Ef ég á að segja eins og er þá er mér sama ef bardaginn helst standandi. Ég mun leita að öllum opnunum þannig að það skiptir ekki máli hvort bardaginn fari fram standandi eða í gólfinu,“ segir Gunnar.

Gunnar hefur dvalið bæði í Mexíkó og Las Vegas í undirbúningi sínum fyrir bardagann. Í Mexíkó var hann að aðstoða liðsfélaga sinn, Cathal Pendred, fyrir bardaga hans í Mexíkó en þar æfðu þeir 3000 metrum yfir sjávarmáli. Það getur verið gríðarlega erfitt að æfa svo hátt yfir sjávarmáli.

Í Mexíkó æfði hann með stærri æfingafélögum sem voru einnig að aðstoða hinn stóra og stæðilega Cathal Pendred. Í Las Vegas hafa þeir verið léttari en sneggri en Gunnar telur að þessi samblanda hafi gert sér gott.

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér en þar talar Gunnar nánar um stærðarmuninn í veltivigtinni og bætingu Conor McGregor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular