Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentGunnar Nelson talar um tapið hjá Conor, bardagann gegn Tumenov og Mighty...

Gunnar Nelson talar um tapið hjá Conor, bardagann gegn Tumenov og Mighty Ducks 2

Gunnar Nelson var í viðtali hjá The Submission Radio í Ástralíu á dögunum. Farið var um víðan völl í viðtalinu og var Gunnar m.a. spurður út í bardaga Conor McGregor gegn Nate Diaz á dögunum.

„Hann kýldi sig út,“ segir Gunnar Nelson um bardaga McGregor og Diaz á UFC 196.

„Hann hefði getað notað hraðann sinn betur í stað þess að nota kraftinn en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hann sagði það líka sjálfur að hann hefði átt að nýta orkuna sína betur og velja höggin sín betur, vera hreyfanlegur og taka sér sinn tíma. Hann hefði átt að gera það gegn stærri manni. Þú getur ekki treyst á höggþungann þegar þú berst við stærri menn.“

Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar fer Gunnar nánar út í bardagann hjá Conor, tapið sitt gegn Demian Maia, komandi bardaga gegn Albert Tumenov í Rotterdam og The Mighty Ducks 2 kvikmyndina.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular