spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar niður í 15. sæti styrkleikalistans

Gunnar niður í 15. sæti styrkleikalistans

Gunnar nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Hann og Thiago Alves höfðu sætaskipti þrátt fyrir að hvorugur hafi barist um helgina.

Nýr listi er birtur um það bil 36 klukkustundum eftir hvert bardagakvöld. Gunnar er því sem stendur í neðsta sæti nýjasta listans en efstu 15 áskorendunum er raðað á eftir meistaranum í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þeir Gunnar og Alves gætu þess vegna haft sætaskipti aftur eftir næsta UFC bardagakvöld þrátt fyrir að hvorugur sé með bardaga á næsta leiti.

Veltivigtarmeistarinn Robbie Lawler hélt beltinu sínu eftir sigur á Carlos Condit um helgina. Annars er lítið um að vera í veltivigtinni á næstu vikum og fáir topp 15 bardagamenn sem berjast á næstu vikum. Helst ber að nefna bardaga Johny Hendricks (#3) og Stephen Thompson (#9) á UFC 196 í næsta mánuði og bardaga Tarec Saffiedine (#10) og Jake Ellenberger í lok mánaðarins.

Annars er Jon Jones kominn aftur í efsta sæti listans yfir bestu bardagamenn heims pund fyrir pund en áður var Demetrious Johnson í efsta sæti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular