spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar og Oliveira báðir búnir að ná tilsettri þyngd

Gunnar og Oliveira báðir búnir að ná tilsettri þyngd

Gunnar NelsonÞað er fátt sem getur komið í veg fyrir bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira á þessari stundu. Báðir náðu vigt og allt í góðu lagi fyrir bardagann.

Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira á UFC 231 á morgun. Gunnar var 170,25 pund í vigtuninni áðan eða 77,4 kg. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir í vigtuninni nema þegar um titilbardaga er að ræða.

Oliveira var sjálfur 171 pund eða 77,7 kg. Báðir voru í fínu standi í vigtuninni enda hvorugir að skera neitt sérstaklega mikið niður.

Allir bardagamennirnir á UFC 231 hafa náð vigt og er því allt til reiðu fyrir morgundaginn. Max Holloway og Brian Ortega náðu báðir vigt en litu kannski ekki neitt sérstaklega vel út. Þær Valentina Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk náðu einnig vigt en þær virkuðu í mun betra standi en Holloway og Ortega.

Vigtuninni er nú lokið og náðu allir bardagamenn- og konur kvöldsins vigt!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular