spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar: Væri gaman að berjast við Thompson

Gunnar: Væri gaman að berjast við Thompson

Gunnar Nelson átti frábæra frammistöðu í gær þegar hann sigraði Alan Jouban með hengingu í 2. lotu. Við spjölluðum við hann í dag á hótelinu um bardagann, samtalið við Alan Jouban og framhaldið.

Gunnar Nelson var eðlilega mjög sáttur með sigurinn og leið honum hrikalega vel í búrinu. Gunnar ákvað að hita frekar lítið upp áður en hann steig í búrið en þó meira en hann ætlaði að gera þar sem þeir byrjuðu að hita upp aðeins of snemma.

Það verður áhugavert að sjá hvern Gunnar Nelson fær næst og enginn einn andstæðingur sem honum langar mest að mæta en viðurkennir að það væri gaman að mæta Stephen Thompson. Thompson barðist um titilinn nýlega þar sem hann tapaði eftir dómaraákvörðun en óvíst er hvenær hann vilji snúa aftur í búrið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular