Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohn Kavanagh stingur upp á Dong Hyun Kim eða Stephen Thompson fyrir...

John Kavanagh stingur upp á Dong Hyun Kim eða Stephen Thompson fyrir Gunnar

John Kavanagh Jón Viðar
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson, langar mest að sjá Gunnar fara á móti Dong Hyun Kim eða Stephen Thompson næst.

Gunnar Nelson kláraði Alan Jouban í gærkvöldi með hengingu í 2. lotu. Gunnar er ekki mikið fyrir að kalla út andstæðinga en John Kavanagh var hins vegar spurður hvern hann vildi sjá gegn Gunnari næst.

„Ég held að Dong Hyun Kim, sem hann átti að mæta, sé ekta áskorandi [um beltið],“ sagði John Kavanagh við BT Sports eftir bardagann.

Spyrill BT Sports stakk upp á Donald Cerrone en Kavanagh vildi frekar sjá Kim. „Cowboy [Cerrone] er frábær og mun sá bardagi vekja mikla athygli en ég held að hann sé ekki alveg í titilbaráttunni. Einhver eins og Dong Hyun Kim sem hefur sannað sig er sá sem mér dettur helst í hug. Við áttum að berjast við hann síðast og ég væri til í þann bardaga í sumar. Klára þann bardaga og ná beltinu í lok árs.“

Dong Hyun Kim hefur unnið þrjá í röð í UFC og átti auðvitað að mæta Gunnari í Belfast í nóvember áður en Gunnar meiddist.

Á Twitter birti Kavanagh svo þessa skemmtilegu mynd. Á hann þar við að Gunnar mæti Stephen Thompson sem barðist nýlega um titilinn og er þekktur fyrir bakgrunn sinn í karate.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular