Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar er í 2. sæti yfir flesta sigra með uppgjafartaki í veltivigtinni

Gunnar er í 2. sæti yfir flesta sigra með uppgjafartaki í veltivigtinni

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson er nú í öðru sæti yfir flesta sigra með uppgjafartaki í sögu veltivigtarinnar. Sigurinn í gær var hans fimmti í þyngdarflokkinum í UFC með uppgjafartaki og vantar nú bara einn sigur til að jafna metið.

Gunnar Nelson vann Alan Jouban í gær með „guillotine“ hengingu í 2. lotu. Hann deilir nú öðru sætinu í flokkinum með þeim Matt Hughes og Erick Silva en þeir eru einnig með fimm sigra eftir uppgjafartök í veltivigtinni.

Í rauninni ætti hann að vera að deila toppsætinu enda með sex sigra eftir uppgjafartök í UFC en fyrsti bardaginn hans í UFC fór ekki fram í veltivigt. Andstæðingur Gunnars, Damarques Johnson, var langt frá því að ná vigt og því var samið um að bardaginn myndi fara fram í 175 punda hentivigt. Johnson náði reyndar ekki heldur þeirri vigt.

Metið á Chris Lytle en hann kláraði sex bardaga með uppgjafartaki á sínum ferli í UFC. Lytle barðist 19 bardaga í UFC og hefur því smá forskot á Gunnar en Lytle lagði hanskana á hilluna árið 2011.

Gunnar er þó ennþá nokkuð frá metinu yfir flesta sigra eftir uppgjafartök í UFC. Royce Gracie á metið en hann er með 11 sigra eftir uppgjafartök. Nate Diaz og Demian Maia koma á eftir honum með níu sigra hvor. Maia berst auðvitað í veltivigtinni en var áður í millivigt og þar eru fimm af sigrunum hans eftir uppgjafartök í UFC.

Þá jafnaði Gunnar Brasilíumanninn Charles Oliveira yfir flesta sigra eftir uppgjafartök síðan 2012.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular