spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHalldór Logi og Ómar Yamak með silfur á ACBJJ í Póllandi

Halldór Logi og Ómar Yamak með silfur á ACBJJ í Póllandi

Þeir Bjarni Kristjánsson, Halldór Logi Valsson og Ómar Yamak kepptu á ACB European Open Championship Gi glímumótinu í dag í Póllandi. Allir kepptu þeir í brúnbeltingaflokki og hlutu tvenn silfur.

Strákarnir kepptu undir merkjum Mjölnis en þeir Halldór Logi og Bjarni kepptu í -95 kg flokki brúnbeltinga en Ómar í -75 kg flokki brúnbeltinga.

Bjarni Kristjánsson datt út í 8-manna úrslitum eftir tap á stigum. Halldór Logi vann fyrstu tvær glímurnar sínar á stigum og komst í úrslit. Í úrslitum tapaði hann fyrir Euclides Castro frá Brazilian Power Team á stigum.

Ómar Yamak vann fyrstu tvær glímurnar sínar á uppgjafartaki. Þá fyrri tók hann með „crosschoke“ af bakinu og þá seinni með „tarikoplata“. Í úrslitum tapaði hann svo fyrir Kanadamanninum Oliver Teza frá Team Renzo Gracie eftir uppgjafartak. Glæsilegur árangur á sterku móti.

Ómar og Halldór.
Mynd: Bjarni Kristjánsson.

Þeir Ómar og Halldór skráðu sig í opna flokkinn en aðeins þeir sem enduðu á verðlaunapalli gátu skráð sig í opna flokkinn og komst Bjarni því ekki í opna flokkinn. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið sterka andstæðinga í opna flokkinum.

Halldór fékk Matheus Xavier í fyrstu umferð og tapaði á stigum en Xavier tók silfur í þungavigt (+95 kg) á mótinu. Ómar fékk svo Euclides Castro sem sigraði Halldór Loga í úrslitum í -95 kg flokki en Castro sigraði Ómar með uppgjafartaki.

Strákarnir fengu ekki bara verðlaunapening heldur fengu þeir einnig 600 dollara (um 60.000 ISK) hvor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular