spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHalldór Logi tapaði eftir dómaraákvörðun á Polaris

Halldór Logi tapaði eftir dómaraákvörðun á Polaris

Halldór Logi Valsson keppti í kvöld á Polaris 9 glímukvöldinu í London. Halldór Logi mætti Fred Vosgrone í 10 mínútna glímu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir á Polaris en glímukvöldið er eitt það stærsta í Evrópu. Halldór mætti hinum þýska Fred Vosgrone sem er svart belti í brasilísku jiu-jitsu rétt eins og Halldór.

Fred Vosgrone byrjaði glímuna vel og sótti í „guillotine“ og síðar í „D’Arce“ hengingu en Halldór varðist mjög vel. Vosgrone sótti síðan í fótalás en aftur varðist Halldór vel og fór Halldór sjálfur í fótalás en þar varðist Fred Vosgrone einnig.

Vosgrone sótti meira í uppgjafartök yfir 10 mínútna glímuna og þá sérstaklega í fótalása. Halldór varðist þeim vel en á endanum var það sá þýski sem stóð uppi sem sigurvegari. Halldór getur samt borið höfuðið hátt eftir glímuna sem var jöfn og skemmtileg.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Halldóri en hann mun fljúga til Dublin í fyrramálið þar sem hann keppir á SubOver80 glímumótinu. Mótið er 16-manna útsláttarmót og verður gaman að sjá hvað Halldór gerir þar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular