spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHaraldur Nelson: Oliviera er stórhættulegur

Haraldur Nelson: Oliviera er stórhættulegur

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, segir að Alex Oliveira sé hörku andstæðingur. Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira á laugardaginn á UFC 231.

Bardaginn fer fram í Toronto og hefur Gunnar dvalið þar síðan á föstudaginn. Haraldur verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari eins og vanalega ásamt John Kavanagh og Matthew Miller.

Haraldur segir að þeir hafi verið orðnir úrkula vonar um að fá andstæðing sem væri á topp 15 styrkleikalista UFC og hefðu í raun sætt sig við hvaða andstæðing sem er til þess eins að fá bardaga. Gunnar hefur ekki barist síðan í júlí 2017 og var frábært að fá flottan andstæðing á stóru kvöldi.

Haraldur segir að Oliveira sé auðvitað stórhættulegur en sé villtur og það geti verið hættulegt en líka hættulegt fyrir Oliviera gegn manni eins og Gunnari. Haraldur er nokkuð brattur fyrir bardagann og telur að Gunni klári þetta.

Að sögn Haralds á Gunnar 3-4 bardaga eftir af samningnum sínum við UFC. Haraldur útilokar ekki að skoða önnur bardagasamtök ef næsta samningsboð UFC verði ekki nógu gott.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular