spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHárið rakað af Gunnari - kominn með bardagaklippinguna

Hárið rakað af Gunnari – kominn með bardagaklippinguna

Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio annað kvöld á UFC bardagakvöldinu í Glasgow. Fyrr í kvöld rakaði hann lubbann af og er kominn með alvöru bardagaklippingu.

Gunnar Nelson er búinn með allar sínar fjölmiðlaskyldur og mun ekki sjást aftur fyrir framan upptökuvélarnar fyrr en hann gengur í búrið annað kvöld. Þegar hann tekur gönguna í búrið mun hann skarta snoðuðum haus.

Eftir að hafa tekið góðan kvöldmat á steikhúsi fyrr í kvöld var hárið rakað af upp á hótelherbergi. Jón Viðar Arnþórsson sá um raksturinn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann snoðar Gunnar.

Gunnar er í aðalbardaga kvöldsins í Glasgow en bardagakvöldið hefst kl 19 á íslenskum tíma annað kvöld. Sex bardagar verða á dagskrá en Gunnar er í síðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður sýnt á Drukkstofunni í Mjölni, Stöð 2 Sport og á Fight Pass rás UFC. Hér má sjá bardagakvöldið og nákvæmari tímasetningar.

Hér að neðan má sjá myndirnar af Gunnari en myndirnar tók tók Sóllilja Baltasardóttir.

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular