spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHeimshornið: Rothögg í Bellator og hjá Vasyl Lomachenko

Heimshornið: Rothögg í Bellator og hjá Vasyl Lomachenko

Það var ekki bara UFC sem fór fram í gær. Bellator 199 fór fram í Kaliforníu og þá var einn besti boxari heims að störfum í New York.

Ryan Bader mætti Mohammed ‘King Mo’ í aðalbardaga kvöldsins á Bellator 199. Bardaginn var síðasti bardaginn í þungavigtarmóti Bellator. Báðir keppa í léttþungavigt en voru að keppa í þungavigt að þessu sinni. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en eftir aðeins 15 sekúndur hafði Bader rotað King Mo.

Hinn stórefnilegi Aaron Pico heldur áfram að klára menn en í gær kláraði hann Lee Morrison með skrokkhöggi. Pico er nú 3-1 á MMA ferlinum eftir afleita byrjun og hefur klárað síðustu þrjá bardaga með rothöggi í 1. lotu.

Þungavigtarmaðurinn Cheick Kongo er ekki sá mest spennandi en hann kláraði sinn fyrsta bardaga í tæp fjögur ár í gær!

Einn besti boxari samtímans, Vasyl Lomachenko, kláraði Jorge Linares í gær í 10. lotu í ótrúlegum bardaga. Lomachenko var svo sjálfur kýldur niður í fyrsta sinn á atvinnuferlinum í 6. lotu.

Með sigrinum er Lomachenko sá fljótasti til að verða þrefaldur heimsmeistari og náði því í aðeins hans 12. atvinnubardaga. Hann er WBA léttvigtarmeistari eftir sigurinn en bardaginn var einfaldlega frábær.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular