Það var ekki bara UFC sem fór fram í gær. Bellator 199 fór fram í Kaliforníu og þá var einn besti boxari heims að störfum í New York.
Ryan Bader mætti Mohammed ‘King Mo’ í aðalbardaga kvöldsins á Bellator 199. Bardaginn var síðasti bardaginn í þungavigtarmóti Bellator. Báðir keppa í léttþungavigt en voru að keppa í þungavigt að þessu sinni. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en eftir aðeins 15 sekúndur hafði Bader rotað King Mo.
King Mo vs Ryan Bader #bellator199 Wow pic.twitter.com/A4mxArB9KZ
— Fancy Combat (@FancyCombat) May 13, 2018
Hinn stórefnilegi Aaron Pico heldur áfram að klára menn en í gær kláraði hann Lee Morrison með skrokkhöggi. Pico er nú 3-1 á MMA ferlinum eftir afleita byrjun og hefur klárað síðustu þrjá bardaga með rothöggi í 1. lotu.
Aaron Pico vs Lee Morrison #Bellator199 pic.twitter.com/6874AiyyKy
— Fancy Combat (@FancyCombat) May 13, 2018
Þungavigtarmaðurinn Cheick Kongo er ekki sá mest spennandi en hann kláraði sinn fyrsta bardaga í tæp fjögur ár í gær!
?? As definições de NOCAUTE foram atualizadas! #Bellator199 pic.twitter.com/khbKFU7zy5
— FOX Sports Brasil (@FoxSportsBrasil) May 13, 2018
Einn besti boxari samtímans, Vasyl Lomachenko, kláraði Jorge Linares í gær í 10. lotu í ótrúlegum bardaga. Lomachenko var svo sjálfur kýldur niður í fyrsta sinn á atvinnuferlinum í 6. lotu.
Með sigrinum er Lomachenko sá fljótasti til að verða þrefaldur heimsmeistari og náði því í aðeins hans 12. atvinnubardaga. Hann er WBA léttvigtarmeistari eftir sigurinn en bardaginn var einfaldlega frábær.
Lomachenko is knocked down in Round 6!
He’s back up as we head into Round 8 for #LinaresLoma. pic.twitter.com/ecMdXrIG8v
— ESPN (@espn) May 13, 2018
The TKO that made Lomachenko the new WBA lightweight world champion. ?? #LinaresLoma pic.twitter.com/xXSt22Ni4g
— ESPN (@espn) May 13, 2018