spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 197

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 197

Demetrious JohnsonUFC 197 fór fram um helgina og sáum við þar tvo bestu bardagamenn heims keppa. Báðir sigruðu þeir en ekki voru báðar frammistöðurnar jafn glæsilegar.

Endurkomu Jon Jones var beðið með mikilli eftirvæntingu en óhætt er að segja að endurkoman hafi valdið eilitlum vonbrigðum. Jones virkaði ryðgaður og hikandi til að byrja með og endaði á að sigra Ovince Saint Preux eftir dómaraákvörðun.

Jones og hans teymi greina alltaf andstæðinga sína ítarlega og hefur það eflaust haft áhrif á hann að Ovince Saint Preux kom inn með skömmum fyrirvara. Einnig sótti Saint Preux fremur lítið og virtist vera sáttur með að fara allar fimm loturnar í stað þess að vera kláraður.

Jones var vonsvikinn með eigin frammistöðu og lofaði að koma sterkari til baka. Mögulega verður það á UFC 200 en bardagakvöldið er án aðalbardaga eftir að Conor McGregor var tekinn af bardagakvöldinu. Bardagi Daniel Cormier og Jon Jones á eftir að verða risastór og var Cormier sannfærður um að hann hefði unnið þann Jon Jones sem mætti til leiks á laugardagskvöldið. Hvort að sami Jones mæti til leiks á UFC 200 er svo annað mál.

Eins mikil vonbrigði og frammistaða Jones reyndist vera var frammistaða Demetrious Johnson stórkostleg. Johnson kláraði Henry Cejudo með tæknilegu rothöggi eftir rúmar tvær mínútur í fyrstu lotu og sýndi enn og aftur hve langt hann er á undan samkeppninni.

Það er líka gallinn við fluguvigtina. Það er svo mikill skortur á áskorendum fyrir meistarann að þegar þeir mæta honum, eins og Cejudo, mæta þeir honum of snemma. Cejudo er bara búinn að keppa í MMA í þrjú ár og var þetta ellefti bardagi hans á ferlinum. Hann er auðvitað með mikla reynslu úr ólympískri glímu og hefur keppt á hæsta stigi þar en tæknilega séð er hann enn mjög grænn í MMA.

Það er kannski ósanngjörn krafa en Demetrious Johnson ætti að taka bardaga í bantamvigtinni á þessum tímapunkti. Það er enginn sem getur ógnað honum um þessar mundir og sleppi hann því að verja beltið í smá tíma getur nýr áskorandi (sem mun þó ekki komast nálægt Johnson í getu) komið fram.

Anthony Pettis tapaði þriðja bardaganum sínum í röð. Fyrir tæpum 14 mánuðum síðan var hann léttvigtarmeistari UFC og rísandi stjarna. Í dag hefur hann tapað þremur bardögum í röð og virðist ekki vera sami maður og vann beltið á sínum tíma.

Stíllinn hans Barboza hefði meira að segja átt að henta Pettis vel. Pettis tapaði eiginlega á eigin bragði ef svo má segja. Hann tapaði ekki af því einhver hélt honum niðri heldur tapaði hann þar sem hann á að vera sterkastur – standandi. Það hlítur að vera erfiður biti að kyngja fyrir hann. Það jákvæða í þessu er þó að nú hefur hann farið í gegnum undirbúning fyrir tvo bardaga í röð án þess að meiðast. Það er eitthvað.

Yngri bróðir hans, Sergio Pettis, sigraði fyrr um kvöldið og var það fimmti sigur hans í UFC. Eins ótrúlega og það kann að hljóma hefur hann þar með jafnað bróður sinn í fjölda sigra í UFC.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram í Rotterdam þar sem okkar maður, Gunnar Nelson, mætir Albert Tumenov. Bardagakvöldið fer fram sunnudaginn 8. maí og verður MMA Fréttir á staðnum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular