spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað er framundan fyrir Gunnar?

Hvað er framundan fyrir Gunnar?

Gunnar Nelson UFC RotterdamVonir standa til að næsti bardagi Gunnars Nelson verði tilkynntur á næstu vikum. Af því tilefni ákváðum við að skoða hvaða andstæðingar eru í boði fyrir Gunnar.

Gunnar Nelson sigraði síðast Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Eftir bardagann kvaðst hann vilja taka sér smá sumarfrí áður en hann myndi berjast aftur. Nú þegar sumarið er á enda hlýtur að fara að styttast í tilkynningu frá okkar manni.

Miðað við ummæli Harald Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars, á Twitter má jafnvel búast við tilkynningu fljótlega.

Smelltu á myndina til að stækka.

Hvar mun Gunnar berjast?

UFC 204 í Manchester: Eins og við greindum frá á föstudaginn stefnir allt í að UFC 204 fari fram í Manchester. Þar mun Michael Bisping mæta Dan Henderson um millivigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Það væri afar gaman að hafa Gunnar þar enda stutt að fara fyrir Íslendinga og stefnir allt í stórt bardagakvöld. Gallinn er reyndar sá að bardagakvöldið mun fara fram um miðja nótt til að koma til móts við bandaríska sjónvarpsáhorfendur en okkur er sama um það ef við fáum að sjá Gunnar berjast.

Ónefnt bardagakvöld í Írlandi: UFC heimsótti Írland 2014 og 2015 og eru orðrómar á kreiki að UFC ætli að heimsækja Írland þriðja árið í röð í haust. Fyrstu sögur hermdu að kvöldið færi fram í október en miðað við að nú sé ágúst má ætla að bardagakvöldið fari frekar fram í nóvember. Gunnar er geysilega vinsæll í Írlandi og gæti barist þar í aðalbardaga kvöldsins.

UFC 205 í New York: Þetta er kannski ólíklegasti kosturinn en það má alltaf vona. Fyrsta heimsókn UFC í New York verður risastór og mun UFC setja margar stórar stjörnur á bardagakvöldið. Gunnar hefur oft dvalið í New York við æfingar og gæti fengið bardaga þar snemma um kvöldið.

Gegn hverjum?

kelvin gastelum

Kelvin Gastelum: Er í 6. sæti styrkleikalistans og sigraði Johny Hendricks á UFC 200. Eftir að hafa unnið fyrstu fimm bardaga sína í UFC er hann með tvö töp og tvo sigra í síðustu fjórum bardögum. Gastelum er stór og sterkur en hefur átt í erfiðleikum með að ná veltivigtartakmarkinu. Hann er bara 24 ára gamall og gæti verið mjög gaman að sjá hann gegn Gunnari.

Dong Hyun Kim
Dong Hyun Kim

Dong Hyun Kim: Kóreumaðurinn er einu sæti ofar en Gunnar Nelson á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Hann er stór og sterkur glímumaður sem er erfiður viðureignar fyrir alla. Kim hefur sigrað sex af síðustu sjö bardögum sínum og væri afar stór prófraun fyrir Gunnar. Kim átti að mæta Neil Magny á UFC 202 en dró sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hann gæti verið enn meiddur og ekki tiltækur í bardaga.

jellenberger

Jake Ellenberger: Kom sér aftur á topp 15 með flottum sigri á Matt Brown á UFC 201. Fram að því hafði hann tapað fimm af síðustu sex bardögum sínum en allt gegn afar sterkum andstæðingum. Ellenberger er nokkuð stórt nafn og væri flottur andstæðingur fyrir Gunnar.

hendrickslawlerJohny Hendricks: Kannski sá ólíklegasti þar sem Hendricks hefur tapað tveimur bardögum í röð og UFC setur oftast menn saman sem báðir unnu sína síðustu bardaga. Hann hefur verið á niðurleið og tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum en væri langstærsta nafnið sem Gunnar hefur mætt. Bardagi gegn Hendricks væri afar áhugaverður enda Hendricks fyrrum veltivigtarmeistarinn og í 8. sæti styrkleikalistans.

ufc-singapore-tarec-training_467263_FrontPageFeatureNarrow

Tarec Saffiedine: Belginn hefur tvisvar barist í ár eftir að hafa lítið barist undanfarin ár vegna meiðsla. Er í 13. sæti styrkleikalistans eftir tap gegn Rick Story í maí og gæti tekið einn bardaga í haust. Er þó neðar en Gunnar og tapaði síðast og er kannski ekki eins líklegur og ofangreindir menn.

Allt eru þetta þó aðeins getgátur en vonandi fáum við fréttir sem fyrst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular