spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Ortega vs. The Korean Zombie?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Ortega vs. The Korean Zombie?

UFC er með fínasta bardagakvöld í kvöld frá bardagaeyjunni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Brian Ortega og Chan Sung Jung en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Bardagarnir eru á góðum tíma í kvöld. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 20:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 23:00 í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu en einnig er hægt að horfa á alla bardagana á Fight Pass rás UFC.

Dana White, forseti UFC, hefur gefið það út að sigurvegarinn í aðalbardaga kvöldsins fái titilbardaga í fjaðurvigtinni. Það er því mikið undir fyrir Ortega og kóreska uppvakninginn í kvöld.

Jessica Andrade hefur ákveðið að fara upp í fluguvigt eftir veru í strávigt um nokkurt skeið. Hún mætir Katlyn Chookagian og má gera ráð fyrir því að með sigri gæti Andrade fengið titilbardaga gegn Valentina Shevchenko.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 23:00)

Fjaðurvigt: Brian Ortega gegn Chan Sung Jung                                            
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian gegn Jéssica Andrade                        
Léttþungavigt: Jimmy Crute gegn Modestas Bukauskas                                          
Veltivigt: Cláudio Silva gegn James Krause
Fjaðurvigt: Thomas Almeida gegn Jonathan Martinez

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 20:00)

Léttvigt: Mateusz Gamrot gegn Guram Kutateladze                                   
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson gegn Poliana Botelho                          
Millivigt: Jun Yong Park gegn John Phillips
Léttvigt: Jamie Mullarkey gegn Fares Ziam                                    
Léttþungavigt: Gadzhimurad Antigulov gegn Maxim Grishin                                  
Bantamvigt: Said Nurmagomedov gegn Mark Striegl

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular