0

Allir náðu vigt fyrir bardaga helgarinnar – Ortega snoðaði síða hárið

UFC er með bardagakvöld annað kvöld á bardageyjunni þar sem þeir Brian Ortega og Chan Sung Jung mætast í aðalbardaga kvöldsins. Allir náðu vigt fyrir bardagana á morgun.

Það var ekkert vesen í vigtuninni fyrir bardaga morgundagsins. Það sem vakti helst athygli í vigtuninni var útlit Brian Ortega en hann mætti snoðaður í vigtuninni eftir að hafa rakað af sér síða hárið.

Ortega var 146 pund og voru strax getgátur um að hann hefði snoðað sig til að losa sig við síðustu grömmin fyrir vigtunina.

Að sögn Ortega var hann í engum vandræðum með niðurskurðinn og var löngu búinn að ákveða að snoða sig til að gefa hárið til góðgerðarmála. Hárið verður notað til að framleiða hárkollur fyrir börn sem misst hafa hárið eftir krabbameinsmeðferð.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.