0

Bellator: Cyborg með sinn fyrsta sigur eftir uppgjafartak

Bellator 249 fór fram í gær þar sem Cris ‘Cyborg’ Justino mætti Arlene Blencowe í aðalbardaga kvöldsins.

Þetta var fyrsta titilvörn Cyborg í Bellator en hún tók fjaðurvigtarbelti Bellator af Julia Budd í janúar.

Blencowe er með bakgrunn í boxi og byrjuðu þær á að skiptast á höggum standandi. Cyborg tók hana niður upp við búrið og lét höggin dynja á henni í gólfinu.

Í 2. lotu var Cyborg að meiða Blencowe standandi en kaus að taka hana aftur niður. Þar voru yfirburðirnir enn meiri og endaði Blencowe á að gefa á sér bakið. Cyborg læsti hengingunni og Blencowe tappaði út þegar 2. lota var hálfnuð.

Þetta var 23. sigur Cyborg á MMA ferlinum en þetta var hennar fyrsti sigur á ferlinum með uppgjafartaki. 18 bardaga hefur hún klárað með rothöggi en í þetta sinn fór hún í uppgjafartakið. Cyborg er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur unnið til verðlauna á sterkum glímumótum en er nú loksins kominn með sigur í MMA eftir uppgjafartak.

Upphaflega áttu þeir Patricky Freire og Jeleel Willis að mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins en Freire fékk ekki að keppa samkvæmt læknisráði. Bardagi Steve Mowry og Shawn Teed kom í staðinn og kláraði Mowry bardagann með hnésparki í 1. lotu.

Bardagi Saad Awad og Mandel Nello var dæmdur ógildur eftir að Nello veitti þungt hnéspark í klof Awad. Awad var ófær um að halda áfram og var bardaginn því dæmdur ógildur.

Alla bardagana má sjá hér á Youtube rás Bellator þar sem bardagarnir voru í beinni. Bardagi Cyborg hefst eftir 1:35:00.

Upphitunarbardagar:

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.