0

Hvenær hefst ONE: Unbreakable?

Fyrsta ONE Championship bardagakvöld ársins verður í Singapúr á föstudaginn. Kvöldið heitir ONE: Unbreakable.

ONE Unbreakable er fyrsta kvöldið í Unbreakable seríunni en alls verða kvöldin þrjú í þessari seríu með viku millibili fram til 5. febrúar. Í aðal MMA bardaga kvöldsins mætast Japaninn Shinya Aoki og Bandaríkjamaðurinn James Nakashima í léttvigt. Bardagakvöldið verður frabær upphitun fyrir UFC 257 á laugardaginn.

Shinya Aoki er lifandi goðsögn í MMA heiminum viðurnefni hans „Tobikan Judan“ þýðir stórmeistari í fljúgandi uppgjafartökum. Aoki er orðinn 37 ára gamall og hefur barist í MMA frá 2003 með bardagaferilinn 45-9. Hann hefur barist í öllum stærstu bardagasamtökunum fyrir utan UFC svo sem Pride, Strikeforce, Bellator, Rizin og ONE.

Þegar Zuffa LLC keypti Pride samtökin fóru margir bardagamenn Pride yfir í UFC á meðan aðrir fóru yfir í japönsku samtökin Dream en þar á meðal var Aoki. Hann er frábær glímumaður og hans sérstaða í gegnum árin hafa verið óhefðbundin uppgjafartök sem sjást ekki oft í MMA eins og standandi axlarlás, Achilles fótalás og Twister. Hann hefur barist við stór nöfn á ferlinum eins og Gilbert Melendez, Sakuraba, tvisvar við Eddie Alvarez (1-1) og svo sýningarbardaga við Fedor Emelianenko sem má sjá hér fyrir neðan:

Aoki er mjög umdeildur þar sem hann sýnir andstæðingum sínum litla virðingu og hikar ekki við að brjóta hendurnar á þeim ef þeir gefast ekki upp. Alls hefur hann brotið útlimi á þremur andstæðingum sínum með uppgjafartaki. Árið 2009 braut hann höndina á Mizuto Hirota eftir axlarlás þar sem höndin brotnaði með smelli og stóð Aoki yfir andstæðingi sínum og gaf honum löngutöng þar sem hann lá sárþjáður.

Þegar ég hafði náð höndinni hans fyrir aftan bakið á honum heyrði ég smell. Ég hugsaði, gæinn er ekkert að fara gefast upp! Svo ég hikaði ekki við að brjóta á honum höndina, ég heyrði háan smell og hugsaði; ahh þarna kom það, ég braut hana og dómarinn stoppaði bardagann. Ef hann hefði ekki gert það hefði verið í lagi mín vegna að brjóta hana meira,“ sagði hinn umdeildi Aoki í viðtali eftir bardagann. Síðustu árin hefur Aoki þó róast og sýnt andstæðingum sínum meiri virðingu.

Hér fyrir neðan má sjá þetta atvik en við vörum við myndefninu.

Andstæðingur Aoki á föstudaginn er James Nakashima (12-1). Síðasti bardagi Nakashima var titilbardagi við Kiamrian Abbasov í veltivigt sem tapaðist. Allir bardagar James Nakashima hafa endað í dómaraákvörðun nema einn en þar meiddist andstæðingur hans á ökkla og gat ekki haldið áfram. Ef James Nakashima kemst í vonda aðstöðu í gólfinu gegn Aoki þá er sennilega best að gefast upp í stað þess að reyna að sigla bardaganum í dómaraákvörðun!

Aðrir bardagar sem vert er að fylgjast með á föstudaginnn er veltivigtarbardagi á milli fyrrum veltivigtarmeistarans Zebastian Kadestam (12-5) frá Svíþjóð og Gadzhimurad Abdulaev (5-0) frá Rússlandi. Þetta er fyrsti bardagi Abdullaev í One Championship en hann vann sér inn samning við ONE í gegnum ONE Warrior Series sem er svipað í uppbyggingu og Dana White Contender Series í UFC.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Einnig er hægt að hofra á streymið hér fyrir neðan:

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Kickbox bantamvigt: Alaverdi Ramazanov gegn Capitan Petchyindee Academy
Léttvigt: Shinya Aoki (45-9) gegn James Nakashima (12-1)
Kickbox þungavigt: Rade Opacic gegn Patrick Schmid
Veltivigt: Zebastian Kadestam (12-5) gegn Gadzhimurad Abdulaev (5-0)
Atómvigt kvenna: Meng Bo (14-5) gegn Samara Santos (11-7-1)

Latest posts by Daníel Gunnar Sigurðsson (see all)

Daníel Gunnar Sigurðsson

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.