0

Hver er næstur fyrir Jon Jones?

Aldrei þessu vant eru nokkrir álitlegir áskorendur í boði fyrir Jon Jones. Það verður áhugavert að sjá hver verður fyrir valinu en þrír möguleikar koma til greina.

Jon Jones er enn ríkjandi léttþungavigtarmeistari eftir sigurinn á Dominick Reyes. Jones hafi farið í gegnum alla áskorendur en samkeppnin er að nálgast hann.

Dominick Reyes: Jon Jones sigraði Dominick Reyes fyrr í febrúar eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Ekki allir voru sammála niðurstöðu dómaranna og vilja margir sjá Dominick Reyes fá annað tækifæri. Reyes er sjálfur á því að hann hafi unnið Jones og eru sennilega flestir sem vilja sjá Jones mæta Reyes aftur næst.

Jan Blachowicz: Pólverjinn Jan Blachowicz náði frábærum sigri um síðustu helgi þegar hann rotaði Corey Anderson í 1. lotu. Blachowicz hefur unnið sjö af síðustu átta bardögum sínum og vill ekki sjá neitt nema titilbardaga núna. Jones var viðstaddur síðasta bardaga Blachowicz og hrósaði honum fyrir frammistöðuna. Jones var ekkert á móti því að mæta Blachowicz.

Thiago Santos: Jones sigraði Thiago Santos eftir klofna dómaraákvörðun í júlí í fyrra en í bardaganum sleit Santos nánast allt sem hægt var að slíta í hnénu. Santos er allur að koma til og býst við að geta byrjað að æfa á fullu í mars og berjast í júlí. Þar sem sigur Jones á Santos var alls ekki sannfærandi gæti Santos fengið næsta bardaga.

Þungavigtin: Jon Jones hefur talað um þessa blessuðu þungavigt í langan tíma. Einn daginn segist hann ætla upp í þungavigt en þann næsta segist hann bara vera sáttur með að vera áfram í léttþungavigt. Þungavigtin er alltaf möguleiki fyrir Jones og spurning hvort hann láti verða að því núna.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.