0

Valentina Shevchenko mætir Joanne Calderwood í sumar

Valentina Shevchenko er komin með sína næstu titilvörn. Íslandsvinkonan Joanne Calderwood er komin með titilbardaga í fluguvigt kvenna.

Valentina Shevchenko trónir á toppnum yfir fluguvigtinni en hún sigraði Katlyn Chookagian mjög örugglega fyrr í febrúar. Shevchenko er því strax komin með næstu titilvörn og mætir Joanne Calderwood á UFC 251 þann 6. júní.

Jojo Calderwood er 3-1 í fluguvigtinni en var áður í strávigtinni. Jojo hefur margoft komið til Íslands við æfingar í Mjölni og á gott vinasamband við Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Jojo æfir í dag hjá Syndicate MMA í Las Vegas en Sunna hefur að sama skapi farið þangað til að æfa með Jojo.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC en MMA Fighting og ESPN segja að samningar séu í höfn. UFC hefur ekki greint frá hvar UFC 251 mun eiga sér stað en bardagakvöldið fer fram þann 6. júní.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.