0

Hver verður næsti andstæðingur Gunnars?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson lýsti því yfir í viðtali við Vísi að hann hefði áhuga á því að berjast sem oftast á þessu ári. Af því tilefni er tilvalið að skoða hvaða andstæðing hann gæti fengið næst.

Veltivigtin er einn stærsti þyngdarflokkur UFC með 94 bardagamenn líkt og í léttvigtinni. Það eru því margir andstæðingar sem koma til greina og höfum við tilnefnt nokkra sem við værum til í að sjá gegn Gunnari.

Það má búast við að næsti andstæðingur Gunnars hafi líka tapað sínum síðasta bardaga eins og Gunnar. UFC setur oftast saman bardagamenn sem hafa annað hvort báðir unnið eða báðir tapað sínum síðasta bardaga. Auðvitað eru til undantekningar á þessu en þetta virðist vera reglan.

erick-silva

Erick Silva: Að okkar mati er Erick Silva frekar líklegur. Hann tapaði síðast gegn Neil Magny og er rétt fyrir utan topp 15 styrkleikalista UFC. Það væri bardagi sem margir bardagaaðdáendur yrðu spenntir fyrir en Silva hefur valdið vissum vonbrigðum í UFC. Miklar væntingar voru bundnar við hann en hann hefur ekki staðið undir þeim þótt hann virðist hafa gríðarlega mikla hæfileika. Sex sigrar og fimm töp í UFC er ekki það sem menn bjuggust við hjá þessum hæfileikaríka bardagamanni. Annað hvort rústar hann andstæðingum sínum eða tapar gegn góðum andstæðingum. Bardagi gegn Gunnari yrði þó gríðarlega spennandi.

thiagoalves

Thiago Alves: Líkt og við greindum frá í morgun höfðu þeir Alves og Gunnar sætaskipti á styrkleikalista UFC. Þeir eru því hlið við hlið á listanum og því tilvalið að sjá þá berjast. Alves átti að mæta Benson Henderson í Japan í nóvember en dró sig úr bardaganum vegna meiðsla. Óvíst er hversu lengi hann verður frá vegna meiðsla og gæti hann verið enn meiddur. Alves er mjög reyndur bardagamaður sem barðist um veltivigtartitilinn árið 2009. Alves tapaði sínum síðasta bardaga gegn Carlos Condit í maí.

John Hathaway: Þeir Gunnar og Hathaway áttu að mætast á UFC 189 síðasta sumar. Um það bil þremur vikum fyrir bardagann meiddist Hathaway og kom Brandon Thatch í hans stað. UFC gæti reynt að setja þennan bardaga aftur saman en Hathaway hefur ekkert barist síðan í mars 2014.

Kelvin Gastelum: Kelvin Gastelum átti að mæta Kyle Noke á UFC 195 um síðustu helgi en meiddist skömmu fyrir bardagann. Hann gæti enn verið meiddur og því ekki tiltækur á næstu vikum. Sé hann heill gæti hann verið líklegur andstæðingur. Líkt og Gunnar er Gastelum mjög efnilegur í veltivigtinni en tapaði sínum síðasta bardaga.

Jorge Masvidal: Jorge Masvidal er afar vinsæll bardagamaður meðal harðkjarna bardagaaðdáenda. Hann tapaði sínum síðasta bardaga gegn Ben Henderson eftir klofna dómaraákvörðun en rotaði þar áður Cezar Ferreira. Masvidal færði sig nýlega upp í veltivigt eftir langa veru í léttvigt þar sem hann var um tíma á topp 15.

Lorenz Larkin: Lorenz Larkin tapaði gegn Albert Tumenov um síðustu helgi. Hann er með tvo sigra og eitt tap í veltivigtinni og er fantagóður standandi. Larkin er spennandi og vinsæll bardagamaður sem gæti verið ágætis andstæðingur fyrir Gunnar.

Albert Tumenov: UFC gæti farið út fyrir formúluna og gefið Gunnari andstæðing sem er að koma af sigri. Tumenov sigraði Larkin um síðustu helgi og mun væntanlega vonast eftir að fá andstæðing á topp 15 næst.

Court McGee: McGee sigraði 11. seríu TUF en hefur átt við mikil meiðsli að stríða á undanförnum árum. Hann barðist sinn fyrsta bardaga í tvö ár í desember og sigraði eftir dómaraákvörðun. McGee var áður í millivigt en í veltivigtinni er hann með þrjá sigra og eitt tap.

Sergio Moraes: Líkt og Tumenov sigraði Moraes sinn síðasta bardaga. Moraes er 4-1 í UFC og gæti reynt að fá topp 15 andstæðing næst.

Ómögulegt er að segja hvenær Gunnar mun berjast næst. Næsta bardagakvöld í Evrópu er í London þann 27. febrúar en nú þegar hafa 13 bardagar verið staðfestir það kvöld og ólíklegt að UFC muni bæta einum bardaga við. Næsti bardagi Gunnars gæti í raun verið hvar sem er.

Næsti bardagi verður gríðarlega mikilvægur ætli Gunnar sér að halda sér á topp 15 á styrkleikalista UFC. Margir andstæðingar koma til greina og gæti næsti andstæðingur ekki verið meðal þeirra sem við nefndum hér fyrir ofan.

Hér að neðan má sjá lista yfir alla þá í veltivigtinni sem gætu fræðilega séð komið til greina. Búið er að taka út þá andstæðinga sem Gunnar hefur mætt, þá sem eru sagðir vera meiddir og þá sem eru nú þegar með bardaga.

 

Sæti Nafn Bardagaskor í UFC/WEC/Strikeforce
13. Benson Henderson* 16–4
C. Robbie Lawler 13–6
4. Carlos Condit 12–5
7. Dong Hyun Kim 12–3 (1 NC)
Mike Pierce 10–5
John Howard 7–7
9. Neil Magny 10–3
Lorenz Larkin 7–5 (1 NC)
Jorge Masvidal 8–4
Erick Silva 6–5
2. Tyron Woodley 7–3
Kyle Noke 6–4
Court McGee 6–3
Yoshihiro Akiyama 2–5
Ryan LaFlare 5–1
Albert Tumenov 5–1
Peter Sobotta 2–4
Sergio Moraes 4–1
Alan Jouban 3–2
Nicholas Musoke 3–2
Santiago Ponzinibbio 3–2
Edgar Garcia 1–4
Warlley Alves 4–0
Colby Covington 3–1
Nordine Taleb 3–1
Leon Edwards 2–2
Li Jingliang 2–2
James Moontasri 2–2
Richard Walsh 2–2
Gasan Umalatov 1–3
Viscardi Andrade 2–1
Dominique Steele 2–1
Matt Dwyer 1–2
Sheldon Westcott 1–2
Marcio Alexandre Jr. 0–3
Bartosz Fabinski 2–0
Alberto Mina 2–0
Kamaru Usman 2–0
Nicolas Dalby 1–0–1
Darren Till 1–0–1
Shinsho Anzai 1–1
Vicente Luque 1–1
Hector Urbina 1–1
Hayder Hassan 0–2
Steve Kennedy 0–2
Andreas Stahl 0–2
Dominic Waters 0–2
Alvaro Herrera 1–0
Erick Montano 1–0
Alex Morono 1-0
Danny Roberts 1–0
Sultan Aliev 0–1
Nathan Coy 0–1
Dong Hyun Kim 0–1
Enrique Marin 0–1
Anton Zafir 0–1
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.