spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHverjir keppa í dag á Evrópumótinu?

Hverjir keppa í dag á Evrópumótinu?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þriðji dagur Evrópumótsins í MMA fer fram í dag þar sem sex Íslendingar eiga að keppa. Þetta eru bardagarnir sem framundan eru hjá liðinu.

Í dag fara 8-manna úrslit fram í öllum þyngdarflokkum. Þeir Egill og Bjarni ættu að vera að keppa í dag en eins og áður hefur komið fram mætast þeir strax í 8-manna úrslitum. Bardaginn mun þó ekki fara fram og enn óvíst hvernig það verði leyst. Hér má sjá hverjir berjast og við hvern en bardagarnir verða í þessari röð:

Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir (fluguvigt kvenna): Keppir sinn fyrsta bardaga í dag þegar hún mætir Anette Österberg frá Finnlandi.

Magnús Ingi Ingvarsson (veltivigt): Er búinn með tvo bardaga í Tékklandi. Byrjaði á þriðjudaginn á að vinna Riyaad Pandy frá Suður-Afríku með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Í gær tók hann svo Tomas Fiala frá Tékklandi með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Ziiad Sadaily frá Rússlandi í dag og keppir um leið sinn þriðja bardaga á þremur dögum.

Björn Þorleifur Þorleifsson (millivigt): Átti tilþrif gærdagsins þegar hann sigraði Premysl Kucerka frá Tékklandi eftir aðeins 50 sekúndur. Hann mætir Rostem Akman frá Svíþjóð í dag og þykir hann ansi sterkur andstæðingur.

Egill Øydvin Hjördísarson (léttþungavigt): Vann Navid Rostaie frá Bretlandi í gær eftir örugga dómaraákvörðun. Á að mæta Bjarna Kristjánssyni í dag en vitað er að þeir munu ekki berjast.

Bjarni Kristjánsson (léttþungavigt): Sat hjá í fyrstu umferð en ætti að keppa sinn fyrsta bardaga í dag gegn Agli.

Hrólfur Ólafsson (millivigt): Vann sinn fyrsta bardaga í gær þegar hann vann Finnann Tommi Leinonen eftir klofna dómaraákvörðun. Mætir Florian Aberger frá Austurríki í dag og er síðastur af Íslendingunum til að keppa í dag.

Bjartur Guðlaugsson og Birgir Örn Tómasson eru úr leik og keppa ekki meira á mótinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular