Á laugardaginn fer fram Hvítur á leik í þriðja sinn. Mótið er haldið í húsakynnum VBC í Kópavogi og hefst mótið kl. 11.
Mótið er sérstaklega ætlað hvítbeltingum í brasilísku jiu-jitsu. Keppt verður með sama sniði og fyrri ár en farið verður eftir IBJJF reglum og er hægt að sigra með uppgjafartaki eða á stigum.
Keppt verður í þremur þyngdarflokkum kvenna og átta í karlaflokki. Keppt verður í galla (Gi) og lýkur skráningu á morgun, 20. júlí. Hvítbeltingamót eru ætluð þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í brasilísku jiu-jitsu og hafa ekki mikla reynslu úr öðrum glímuíþróttum.
Tveir svo kallaðir „superfights“ verða á dagskrá og er nú þegar er búið að opinbera annan þeirra. Sveinbjörn Jun Iura, einn fremsti júdómaður landsins, mætir Igor Gladun. Igor kemur frá Úkraínu og hefur stundað ólympíska glímu (Feestyle) í 23 ár. Bæði Igor og Sveinbjörn búa yfir mikill keppnisreynslu úr sínum glímuíþróttum. Sveinbjörn mun klæðast júdó galla á meðan Igor mun klæðast fatnaði úr ólympískri glímu. Óhætt er að fullyrða að þetta verði afar skemmtileg viðureign milli tveggja ólíkra stíla.
Vigtun fer fram á keppnisdag en húsið opnar kl. 10 og hefst mótið kl. 11. Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum: