spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaInga Birna með tvöfalt brons á Nordic BJJ Open

Inga Birna með tvöfalt brons á Nordic BJJ Open

inga birna bronsInga Birna Ársælsdóttir úr Mjölni nældi sér í tvöfalt brons á Nordic BJJ Open um helgina í Stokkhólmi.

Inga Birna keppti í -58,5 kg flokki fjólublábeltinga í gær (laugardag). Þar tapaði hún fyrri glímunni sinni en vann bronsglímuna á dómaraúrskurði.

Í dag fóru svo opnu flokkarnir fram og þar náði Inga aftur bronsinu. Inga keppti þrjár glímur og var síðasta glíman sérlega spennandi. Inga var undir á stigum á móti mun stærri andstæðingi en náði að klára glímuna með „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni. Með sigrinum nældi hún sér í bronsið og getur vel við unað eftir helgina.

Eiður Sigurðsson, einnig úr Mjölni, keppti í brúnbeltingaflokki í gær en komst ekki í verðlaunasæti. Hann gat ekki keppt í opna flokkinum í dag vegna meiðsla.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular