spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslandsmeistaramótið 2017 úrslit

Íslandsmeistaramótið 2017 úrslit

Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fór fram í dag í húsakynnum Mjölnis. Þau Sighvatur Magnús Helgason og Karlotta Baldvinsdóttir voru sigurvegarar dagsins en þau unnu bæði sinn flokk og opinn flokk karla annars vegar og kvenna hins vegar.

Yfir 80 þátttakendur voru skráðir til leiks á tíunda Íslandsmeistaramót BJÍ. Mótið gekk vel hratt fyrir sig og var vel að mótinu staðið. Í fyrsta sinn voru sérstakir flokkar fyrir annars vegar hvítbeltinga og hins vegar fyrir blábeltinga og ofar.

Sighvatur Magnús Helgason úr Mjölni endurtók leikinn frá því á Íslandsmeistaramótinu í fyrra og vann bæði -100,5 kg flokk karla og opinn flokk karla. Sighvatur fékk aðeins tvö stig á sig á öllu mótinu og kláraði allar glímurnar sínar á uppgjafartaki.

Karlotta Baldvinsdóttir átti einnig frábæran dag. Úrslitaglíman í opnum flokki kvenna milli Karlottu og Ólafar Emblu var hnífjöfn og endaði 3-3. Dómarar gáfu Karlottu sigurinn eftir spennandi viðureign en þetta er í fyrsta sinn sem hún vinnur Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki.

Öll önnur úrslit mótsins má sjá hér.

Hvítt belti

-64 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)
  2. sæti: Helga Þóra Kristinsdóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Juliana Neogy Garðarsdóttir (Mjölnir)

-74 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir (Mjölnir)
  2. sæti: Adda Guðrún Gylfadóttir (VBC)
  3. sæti: Katrín Ólafsdóttir (Mjölnir)

-70 kg flokkur karla

  1. sæti: Hlynur Torfi Rúnarsson (Mjölnir)
  2. sæti: Daníel Erlendsson (Mjölnir)
  3. sæti: Philip Bauzon (Momentum BJJ)

-76 kg flokkur karla

  1. sæti: Eyþór Einarsson (Mjölnir)
  2. sæti: Guðmundur Hammer (Mjölnir)
  3. sæti: Andreas Vollert (Mjölnir)

-82,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Anton Reynir Hafdísarson (Mjölnir)
  2. sæti: Kári Jóhannesson (Mjölnir)
  3. sæti: Eggert Hermannsson (Momentum BJJ)

-88,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Ívar Sigurðsson (Mjölnir)
  2. sæti: Slava Yelysyuchenko (VBC)
  3. sæti: Hrafnkell Þórisson (Sleipnir)

-94 kg flokkur karla

  1. sæti: Anton Logi Sverrisson (VBC)
  2. Máximos Aljayusi (RVK MMA)
  3. Kári Ketilsson (Mjölnir)

+100,5 kg flokkur karla

  1. sæti: Elías Þór Halldórsson (VBC)
  2. sæti: Davíð Berman (Sleipnir)
  3. sæti: Oddur Júlíusson (Mjölnir)

Blátt belti og hærra

-64 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
  2. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
  3. sæti: Lilja Guðjónsdóttir (Mjölnir)

+64 kg flokkur kvenna

  1. sæti: Karlotta Baldvinsdóttir (VBC)
  2. Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)

-64 kg flokkur karla

  1. sæti: Gunnar Sigurðsson (VBC)
  2. sæti: Alfreð Steinmar Hjaltason (Fenrir)
  3. sæti: Sigursteinn Óli Ingólfsson (Mjölnir)

-70 kg flokkur karla

  1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
  2. sæti: Jeremy Aclipen (Mjölnir)

-76 kg flokkur karla

  1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
  2. sæti: Brynjólfur Ingvarsson (Mjölnir)
  3. sæti: Gunnar Þór Þórsson (Mjölnir)

-82,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
  2. sæti: Benedikt Bjarnason (Mjölnir)
  3. sæti: Magnús Ingi Ingvarsson (RVK MMA)

-88,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
  2. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
  3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)

-94,3 kg flokkur karla

  1. sæti: Eiður Sigurðsson (RVK MMA)
  2. sæti: Pétur Marinó Jónsson (Mjölnir)
  3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)

-100,5 kg flokkur karla

  1. sæti: Sighvatur Magnús Helgason (Mjölnir)
  2. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)
  3. sæti: Ýmir Vésteinsson (VBC)

+100,5 kg flokkur karla

  1. sæti: Marek Bujło (Mjölnir)
  2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
  3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

  1. sæti: Karlotta Baldvinsdóttir (VBC)
  2. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
  3. sæti: Lilja Guðjónsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla 

  1. sæti: Sighvatur Magnús Helgason (Mjölnir)
  2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)
  3. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular