spot_img
Saturday, November 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentÍslensk MMA veisla - Titilbardagi og atvinnumennska!

Íslensk MMA veisla – Titilbardagi og atvinnumennska!

Reykjavík MMA heldur út með fjóra keppendur á Caged Steel 36 sem fer fram á laugardaginn. Þetta er gríðarlega stórt kvöld fyrir sögu Reykjavík MMA þar sem að strákarnir þeirra munu bæði berjast upp á titil og taka sitt fyrsta skref inn í atvinnumennsku! Reykjavík MMA hefur keppt nokkrum sinnum á Caged Steel og hafa skapast ótrúlegar minningar á þessum kvöldum, bæði góðar og slæmar. Í þetta skipti verður áhorfs-party á Minigarðinum, sem mun sýna viðburðinn í beinni og taka stemninguna upp á næsta stig.


Viking Lite veðmálið: Ef einhver af Reykjavík MMA strákunum klárar sinn bardaga með uppgjafartaki eða rothöggi verður Viking Lite kælirinn opnaður!

Facebook event: https://www.facebook.com/events/7901251856561510

Þeir Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi leiða hópinn til Doncaster, en á laugardaginn munum við sjá Yonatan Francisco, Aron Leó Jóhannsson, Jhoan Salinas og Arnar Bjarnason stiga inn í búrið. Þeir eru allir á mismunandi stað á bardagaferlinum og því virkilega spennandi og fjölbreytt kvöld fram undan!

Yonatan Francisco – Óvæntur titilbardagi!

Yonatan Fancisco mun stíga inn í búrið eftir tveggja ára fjarveru, en hann þurfti að sætta sig við tap með dómara ákvörðun síðast þegar hann barðist. Yonatan hefur síðan þá æft af miklum krafti, þá sérstaklega glímu og Bjj og varð íslandsmeistari BJJ í sínum flokki í oktober í fyrra. Hann hafnaði svo í öðru sæti á fyrsta íslandsmeistaramótinu í No-gi núna í Maí.

Yonatan átti að mæta heimamanninum Alec Luca í fjaðurvigtinni, en Alec dró sig úr bardaganum rúmri viku fyrir bardagakvöldið. Teymið hans Alec gaf ekki neina almennilega ástæðu fyrir því hafa dregið sig úr bardaganum, en þjálfarinn sagði að Alec hafði æft lítið upp á síðkastið. Sem verður að segjast vera ansi óábyrgðarfull skýring.

Í kjölfarið tók við stutt óvissu ástand þar sem að Yonatan var án andstæðings. Hann hélt þó áfram í vonina um að fá bardaga og það borgaði sig heldur betur! Yonatan var boðið að berjast við Sabir Hussein í flokknum fyrir neðan (Bantamvigtinni) upp á titil. Yonatan samþykkti það – en þurfti að sætta sig við mun erfiðari þyngdarlosun. Yonatan berst í 63kg flokki og mun vigtun og bardaginn fara fram á sama degi.

Leiðin að Búrinu með Yonatan Francisco á Instagram: https://www.instagram.com/p/C8TvsbLgLmg/

Jhoan Salinas – Titilmeistari en færir sig niður í þyngd

Jhoan Salinas, betur þekktur sem Salli, vann Caged Steel veltivigtartitilinn í desember í fyrra þegar hann lagði Sam Brown af velli með glæsilegu rear naked choke uppgjafartaki í fyrstu lotu! Salli stefnir óðfluga á atvinnumannaferil í MMA og ætlar sér því ekki að verja veltivigtarbeltið. Hann stefnir á að berjast í léttvigtinni þegar hann fer í atvinnumennskuna og segir þess vegna skilið við veltivigtina og fer niður um einn flokk, í ofur léttvigtinna, sem er milliflokkur léttvigtar og veltivigtar.

Salli er einstaklega kröfuharður og gagnrýnin á sjálfan sig. Hann var ekki sáttur við höggin sem hann fékk á sig í bardaganum gegn Sam Brown og ákvað því að taka auka undirbúningstörn í tælandi og fá þar ferska nálgun á striking tæknina sína í nýju umhverfi.

Salinas mun mæta heimamanninum Shyrron Burke (3-1) sem er hrikalega efnilegur bardagamaður. Shyrron Burke byrjaði MMA ferilinn sinn með tveimur rothöggum í röð, en hann er einstaklega langur og höggþungur strákur. Það verður spennandi að sjá hvort að tíminn hans Salla í tælandi muni hjálpa honum gegn Burke.

Leiðin að búrinu með Jhoan Salinas á Instagram: https://www.instagram.com/reel/C8Wa0yTAyfK/?utm_source=ig_web_copy_link&igsh=MzRlODBiNWFlZA==

Aron Leó – Tekur skrefið í atvinnumennskuna

Aron Leó hefur verið meðlimur Reykjavík MMA frá fyrsta degi. Hann segir söguna í hlaðvarpi Fimmtu Lotunnar þegar hann byrjaði í MMA, en var á þeim tíma að leika sér í hnefaleikum hjá Æsir. Aron Leó skráði sig í fyrsta grunnnámskeiðið sem Reykjavík MMA hélt og var þá ekki aftur snúið. Hann tekur núna skrefið inn í atvinnumennskuna og verður þá fjórði virki atvinnumaðurinn á Íslandi.

Aron hefur átt frábærlega viðburðaríkan áhugamannaferil. Aron vakti óvart heimsathygli þegar hann var plataður af mótshaldara til að mæta í búrið gegn andstæðing sem hann sjálfur hafði aldrei séð, vissi ekkert um og fékk aldrei hitta áður en þeir mættust. Viðburðurinn fór í sögubækurnar sem “Biggest mismatch in history”.

Sjá Ladbible: https://www.ladbible.com/sport/mma-promoter-regrets-decision-over-huge-mismatch-fight-20220110

Aron Leó (3-3) hefur sótt sér gríðarlega góða reynslu á áhugamannaferlinu. Hann byrjaði ferilinn á því að sigra tvo bardaga í fyrstu þremur viðureigninum sínu, keppti svo á evrópumeistaramótinu árið 2022 og þurfti svo að sætta sig við tap gegn Matthew Oki á Caged Steel 33 síðast þegar hann barðist. Að eigin sögn var undirbúningurinn fyrir og í kringum bardagann gegn Oki mjög erfiður og óþægilegur. Aron er reynslunni ríkari og kann betur að eiga við ytri aðstæður eftir síðasta bardaga.

Leiðin að búrinu með Aroni Leó á Instagram: https://www.instagram.com/reel/C8Ui4nUoVCb/?utm_source=ig_web_button_share_sheet&igsh=MzRlODBiNWFlZA==

Aron mætir heimamanninum Bradley Tedham (0-1) sem berst sinn annann atvinnumannabardaga. Ekki er mikið vitað um Bradley eins og er fyrir utan að hann er Kickboxari og hefur verið viðloðandi bardagasenunni í langan tíma. Faðir hans Bradley átti MMA sýningu sem er ekki lengur starfandi.

Aron Leó var gestur Fimmtu Lotunnar í vikunni

Arnar Bjarnason – Fyrstu skrefin og stöðupróf

Arnar er skráður 0-0 inn á Tapology, en er í raun og veru með einn bardaga undir beltinu. Arnar barðist í Worcester fyrir sirka ári síðan, en það var margt loðið og furðulegt í kringum bardagann. En reynsla engu að síður.

Arnar mætir heimamanninum Andrew Green (3-2) sem er Reykjavík MMA ekki ókunnugur. En Aron Kevinsson, núnverandi Ofur léttvigtarmeistari frá Reykjavík MMA, barðist sinn fyrsta bardaga gegn Andrew Green. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem að Bjarki Þór og Magnús Ingi undirbúa mann úr sínum herbúðuðum fyrir bardaga gegn Andrew Green.

Arnar er í dag tveggja barna faðir og reynir mikið á skipulagshæfileikana að æfa fyrir bardaga, sinna börnunum og vera í fullri vinnu. Það mun koma í ljós eftir bardagann hvort að Arnar láti staðar numið eða haldi áfram og fari lengra með bardagaferilinn. En Arnar þykir mjög efnilegur í MMA og er virkilega öflugur glímumaður með mjög þungan og kæfandi stíl.

Leiðin að búrinu með Arnari á Instagram: https://www.instagram.com/reel/C8XBAKRopcF/?utm_source=ig_web_copy_link&igsh=MzRlODBiNWFlZA==

Hópurinn ferðaðist í tveimur hollum til englands og eru núna loksins allir mættir. Þjálfarar, styrktarþjálfarar og aðrar klappstýrur lentu í dag, fimmtudag.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular