spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Conor vildi þennan bardaga

John Kavanagh: Conor vildi þennan bardaga

john kavanagh
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

John Kavanagh, yfirjálfari Conor McGregor skrifaði áhugaverðan pistil á dögunum um seinni bardaga Conor McGregor og Nate Diaz. Kavanagh svarar eflaust mörgum spurningum sem brenna á vörum aðdáenda enda ekki allir sáttir með þennan seinni bardaga McGregor og Diaz.

UFC staðfesti í gær að þeir Conor McGregor og Nate Diaz munu endurtaka leikinn á UFC 200. Bardaginn fer fram í veltivigt og verður aðalbardagi kvöldsins. Diaz sigraði McGregor þann 5. mars á UFC 196 með hengingu en bardagakvöldið var eitt það söluhæsta í sögu UFC.

„Þegar við komum aftur í búningsklefann eftir bardagann var strax talað um annan bardaga gegn Diaz. Það var einnig minnst á að verja fjaðurvigtarbeltið en því lengra sem leið frá Diaz bardaganum, því meiri varð pirringurinn hjá Conor yfir eigin frammistöðu,“ segir Kavanagh í pistli sínum á heimasíðu The 42.

„Conor vildi þennan bardaga. Hann hugsar mun meira um að sýna sína hæfileika í réttu ljósi en um efnislega hluti eins og belti eða peninga. Það er bara staðreynd. Peningar eru ekki hvetjandi þáttur fyrir Conor lengur þar sem hann á nú þegar nóg af þeim.“

„Að hans mati endurspeglaði síðasti bardagi ekki hans hæfileika og það sem hann raunverulega getur svo hann vill ólmur fá annað tækifæri. Conor áreitti Dana White, forseta UFC, og Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, daglega til að fá annað tækifæri gegn Diaz. Þetta er sá bardagi sem hann hefur mestan áhuga á núna.“

Að mati Kavanagh lærðu þeir gríðarlega mikið af þessum bardaga. „Þetta hefur kveikt í bæði mér og Conor. Við erum spenntir fyrir að æfa fyrir bardagann og höfum gert smá breytingar á okkar áætlunum og ætlum við að dvelja aðeins lengur í Las Vegas fyrir bardagann. Við munum gera minniháttar breytingar á æfingunum til að aðlagast andstæðingnum og við munum ekki treysta of mikið á vinstri hönd Conor til að tryggja úrslitin.“

„Þetta var 22. atvinnumannabardagi Conor en ég lærði örugglega meira um hann í þessum bardaga en í öllum hans fyrri bardögum. Við höfum engar afsakanir fyrir tapinu. Hann var næstbesti maður kvöldsins. Þetta er búið. Lærum af þessu og höldum áfram.“

Pistillinn er afar áhugaverður en hann má lesa í heild sinni hér. Þar fer Kavanagh ítarlegar yfir næstu skref og talar einnig um ævisögu sína sem kemur út í sumar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular