Monday, April 22, 2024
HomeErlentConor-Diaz 2 staðfestur á UFC 200 - Aldo gegn Edgar sama kvöld

Conor-Diaz 2 staðfestur á UFC 200 – Aldo gegn Edgar sama kvöld

nate conorUFC staðfesti loksins seinni viðureign Conor McGregor og Nate Diaz. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins á UFC 200 í júlí.

Ariel Helwani greindi fyrst frá þessu um miðjan mars en þetta var loksins staðfest í þættinum UFC Tonight fyrr í kvöld.

Nate Diaz sigraði Conor McGregor á UFC 196 fyrr í mánuðinum en bardagakvöldið var það næstsöluhæsta í sögu UFC. Bardagasamtökin ætla því að endurtaka leikinn og mun bardaginn fara fram í veltivigt líkt og fyrri bardaginn.

Þá munu þeir Frankie Edgar og Jose Aldo mætast sama kvöld um bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Fjaðurvigtarmeistarinn, Conor McGregor, er ekki að verja beltið sitt þessa dagana og því munu þeir Edgar og Aldo berjast um bráðabirgðartitilinn.

UFC 200 fer fram þann 9. júlí í T-Mobile Arena í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Þetta setur upp Aldo/Edgar vs Mcgregor í Madison Square Garden í haust um fjaðurvigtar titilinn.
    Þetta er mun skárra en ég átti von á þó að þetta fyrirkomulag sé frekar skrítið.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular