Sunday, April 21, 2024
HomeErlentMyndband: Dana White talar um UFC 200

Myndband: Dana White talar um UFC 200

ufc 200Dana White, forseti UFC, var í SportsCenter á ESPN í gærkvöldi þar sem hann talaði um UFC 200, Conor McGregor gegn Nate Diaz og hvers má vænta á stóra bardagakvöldinu í sumar.

Eins og við greindum frá í gær staðfesti UFC loksins seinni bardaga McGregor og Diaz. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 200 og þá munu þeir Frankie Edgar og Jose Aldo mætast um bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigtinni sama kvöld. Bardagi Edgar og Aldo verður hins vegar ekki næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event) og má því búast við einum stórum titilbardaga á UFC 200.

Í viðtalinu talar White um hve heltekinn McGregor var af Diaz bardaganum og vildi McGregor mæta Diaz strax aftur. Hvort sem McGregor vinni, tapi eða geri jafntefli mun hann fara aftur í fjaðurvigtina og verja titilinn sinn þar gegn sigurvegaranum úr viðureign Aldo og Edgar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular