spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJohn Kavanagh: Verður mjög erfitt að klára Ponzinibbio

John Kavanagh: Verður mjög erfitt að klára Ponzinibbio

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

John Kavanagh talaði um komandi bardaga hjá Gunnari Nelson í sumar og bardaga Conor McGregor gegn Floyd Mayweather í nýjasta pistli sínum.

Það er mikið framundan í sumar hjá John Kavanagh og bardagamönnum hans. Gunnar Nelson mætir auðvitað Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum í Glasgow þann 16. júlí.

„Annar aðalbardagi kvöldsins gegn hörðum og duglegum andstæðingi með bakgrunn í boxi, Santiago Ponzinibbio, sem erfitt er að taka niður og mjög erfitt er að klára. Að margra mati er þetta undarlegur bardagi en að mínu mati er þetta önnur erfið áskorun gegn hörðum og reyndum bardagamanni sem á skilið mikla virðingu,“ segir Kavanagh.

„Þetta er stíll sem verður snúinn fyrir Gunnar. Þrátt fyrir það eru það mikil vonbrigði að fá ekki bardaga gegn topp 5 andstæðingi. Ég hef áður sagt það að mig langaði að sjá Gunnar berjast við Stephen ‘Wonderboy’ Thompson.“

„Staðreyndin er hins vegar sú að öllum á topp 10 í veltivigtinni var boðið að taka bardagann en allir voru annað hvort meiddir, með bardaga eða áttu tíma í klippingu þann dag. Aðalbardagi kvöldsins í UFC en enginn af topp 10 gæjunum voru á lausi sem er nokkuð furðulegt. Því miður er það staðreynd málsins.“

„Gunni gæti annað hvort setið á hliðarlínunni og beðið eða haldið sér upptekknum. Við völdum síðari valmöguleikann þar sem þú færð ekki borgað ef þú berst ekki og Gunni þarf að fá borgað. Þetta er vinnan hans,“ segir Kavanagh að lokum um Gunnar.

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Kavanagh beindi spjótum sínum næst að bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor í pistli sínum. Kavanagh segir að bardaginn sé nánast frágenginn frá þeirra hálfu og fari fram nálægt 145 pundunum en þar barðist Conor í fjaðurvigtinni í UFC.

„Allt er frágengið frá okkar hálfu, frá upphæðunum til reglanna (bara box). Ég veit ekki hvað tekur Mayweather svona langan tíma að skrifa undir en við erum 100% tilbúnir. Þetta er í þeirra höndum núna.“

Þá segir Kavanagh að sérfræðingarnir séu ekki að búast við miklu af Conor í þessum bardaga en Kavanagh er ekki sammála því. Hann myndi ekki taka þátt í að undirbúa Conor fyrir bardagann ef hann myndi ekki hafa trú á að Conor gæti unnið. Ef hann teldi að Conor gæti ekki unnið myndi hann stíga til hliðar og fylgjast með úr fjarlægð.

Kavanagh lýkur svo pistlinum á að segja að hann muni ekki taka í hönd Mayweather eftir bardagann. Kavanagh vill ekki eiga í nokkrum samskiptum við mann eins og Mayweather sem hefur verið fundinn sekur um heimilisofbeldi. Pistilinn hans Kavanagh má lesa í heild sinni hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular