Thursday, March 28, 2024
HomeErlentJohny Hendricks enn einu sinni of þungur

Johny Hendricks enn einu sinni of þungur

Johny Hendricks náði ekki vigt. Hendricks mætir Neil Magny annað kvöld og var tveimur og hálfu pundi of þungur í vigtuninni áðan.

Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem Hendricks mistekst að ná þyngd en hann var 173,5 pund (78,7 kg). Hendricks berst í 170 punda veltivigtinni en leyfilegt er að vera einu pundi yfir.

Fyrr á árinu náði Hendricks ekki þyngd á UFC 200 er hann mætti Kelvin Gastelum. Þá þurfti að hætta við bardaga hans gegn Tyron Woodley á UFC 192 í október 2015 þar sem flytja þurfti Hendricks á sjúkrahús vegna nýrnabilunar. Bilunina má rekja til niðurskurðsins og þá var Hendricks nálægt því að ná ekki vigt á UFC 171.

Hendricks hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og tapað fjórum af síðustu sex bardögum sínum. Hann gaf það út fyrir þennan bardaga að ef hann tapar muni hann hætta. Hann var þó eitthvað að draga úr þeim plönum í viðtölum í gær en hélt því fram að hann væri í góðum málum þegar kæmi að niðurskurðinum.

Ronda Rousey og Amanda Nunes náðu báðar vigt. Ronda var ekkert að stoppa og pósa fyrir myndavélarnar og yfirgaf vigtina strax. Sjónvarpsvigtunin fyrir áhorfendur fer svo fram kl 23 í kvöld.

Þá var Ray Borg langt frá því að ná flugivigtartakmarkinu en hann var þremur og hálfu pundi yfir. Borg mætir Louis Smolka annað kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular