Thursday, April 25, 2024
HomeErlentJohny Hendricks náði vigt - vill engar neikvæðar fréttir um sig

Johny Hendricks náði vigt – vill engar neikvæðar fréttir um sig

Ævintýri Johny Hendricks hada áfram en hann berst á UFC 217 annað kvöld. Hendricks mætti í vigtun fyrr í dag og náði vigt en ítrekaði að hann vildi engar neikvæðar fréttir.

Johny Hendricks mætir Paulo Borrachinha í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 217. Þetta er þriðji bardagi Hendricks í millivigt en þessi fyrrum meistari fór upp í millivigt eftir að hafa átt í erfiðleikum með að ná veltivigtartakmarkinu.

Hendricks náði ekki millivigtartakmarkinu fyrir sinn síðasta bardaga en var ekki í vandræðum að þessu sinni. Hann var 185,8 pund (leyfilegt að vera 186 pund) og bað blaðamenn um að vera ekki að skrifa neitt neikvætt um sig.

Þegar þetta er skrifað hafa þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt báðir náð vigt sem og millivigtarmeistarinn Michael Bisping. Georges St. Pierre var 184,4 pund fyrir sinn fyrst bardaga í millivigtinni. Rose Namajunas var 114 pund (einu pundi undir) en Joanna Jedrzejczyk var akkúrat 115 pund.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular