Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks gerir ráð fyrir því að berjast næst í febrúar eða mars á næsta ári. Hendricks er að jafna sig eftir meiðsli en hann varð veltivigtarmeistari UFC í mars á þessu ári þegar hann sigraði Robbie Lawler í frábærum bardaga.
Eftir bardagann kom í ljós að Hendricks var með rifinn tvíhöfða en samkvæmt umboðsmanni hans er hann nú í 85% lagi. Hann ætti því að vera tilbúinn til að berjast í janúar en gæti þurft að bíða fram í febrúar/mars þar sem UFC er nú þegar búið að bóka aðalbardaga á öllum helstu bardagakvöldunum í janúar.
Hendricks mun að öllum líkindum mæta Robbie Lawler aftur. Síðan Lawler tapaði fyrir Hendricks hefur hann sigrað Jake Ellenberger og Matt Brown. Á meðan Lawler hefur verið duglegur að berjast hefur Hendricks lítið getað æft. Johny Hendricks er þekktur fyrir að sleppa sér í mataræðinu milli bardaga en hér að neðan er veltivigtarmeistarinn að gæða sér á ljúffengri samloku.
Honum til varnar,, þá er hann allaveganna með óvenju stóran kálbita á burgernum . .