spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJohny Hendricks snýr aftur á næsta ári

Johny Hendricks snýr aftur á næsta ári

Veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks gerir ráð fyrir því að berjast næst í febrúar eða mars á næsta ári. Hendricks er að jafna sig eftir meiðsli en hann varð veltivigtarmeistari UFC í mars á þessu ári þegar hann sigraði Robbie Lawler í frábærum bardaga.

Eftir bardagann kom í ljós að Hendricks var með rifinn tvíhöfða en samkvæmt umboðsmanni hans er hann nú í 85% lagi. Hann ætti því að vera tilbúinn til að berjast í janúar en gæti þurft að bíða fram í febrúar/mars þar sem UFC er nú þegar búið að bóka aðalbardaga á öllum helstu bardagakvöldunum í janúar.

Hendricks mun að öllum líkindum mæta Robbie Lawler aftur. Síðan Lawler tapaði fyrir Hendricks hefur hann sigrað Jake Ellenberger og Matt Brown. Á meðan Lawler hefur verið duglegur að berjast hefur Hendricks lítið getað æft. Johny Hendricks er þekktur fyrir að sleppa sér í mataræðinu milli bardaga en hér að neðan er veltivigtarmeistarinn að gæða sér á ljúffengri samloku.

johny-hendricks-looking-fat-with-sandwich

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular