spot_img
Monday, November 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJon Fitch og Yushin Okami mætast í WSOF í kvöld

Jon Fitch og Yushin Okami mætast í WSOF í kvöld

fitch okami 2World Series of Fighting heldur sitt 24. bardagakvöld í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast UFC-reynsluboltarnir Yushin Okami og Jon Fitch.

Bardaginn fer fram í veltivigt en þetta verður í fyrsta sinn sem Okami berst í veltivigtinni. Hann hefur lengst af barist í millivigt en eftir að hann tapaði bardaganum um millivigtarbelti WSOF ákvað hann að færa sig niður. Okami er 191 cm á hæð og þótti alltaf stór í millivigtinni þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig hann plummar sig flokki neðar.

Jon Fitch hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var rekinn úr UFC árið 2013. Hann er 2-2 í WSOF og tókst ekki að næla sér í veltivigtarbeltið eins og hann ætlaði sér. Fitch tapaði fyrir hinum umdeilda Rousimar Palhares og féll að auki á lyfjaprófi eftir titilbardagann. Fitch hefur áður harðlega gagnrýnt þá sem nota stera og kom þetta því verulega á óvart.

Það er margt líkt með þeim Okami og Fitch. Þeir voru lengi í UFC og börðust báðir um titilinn gegn mönnum sem héldu beltinu lengi (Georges St. Pierre og Anderson Silva). Þeir þóttu báðir óspennandi bardagamenn en töpuðu aðeins gegn þeim allra bestu. Þeir voru báðir lengi á topp 10 í sínum flokki en hafa fjarað eilítið út á undanförnum árum. Sú ákvörðun að láta þá fara úr UFC var harðlega gagnrýnd en hvorugum hefur gengið stórkostlega vel utan UFC. Okami hefur sigrað einn og tapað einum og Fitch er með sama sigurhlutfall.

Þetta er kannski ekki bardagi sem margir slefa yfir en gæti orðið lúmskt skemmtilegur glímubardagi. Það verður áhugavert að sjá hvort hinum stóra Okami tekst að yfirbuga Jon Fitch. Eins og áður segir þótti Fitch ekki spennandi bardagamaður en skemmtilegustu bardagar hans voru gegn mönnum sem voru ófeimnir að glíma við hann líkt og BJ Penn og Erick Silva.

Þá mun þungavigtarmeistarinn Blagoy Ivanov verja titilinn sinn í fyrsta sinn gegn Derrick Mehman. Þess má geta að Ivanov mætti hinum sænska Ilir Latifi, sem berst í UFC, árið 2008 en bardaginn var dæmdur ógildur eftir að hringurinn skemmdist.

Einhenti bardagamaðurinn Nick Newell berst einnig í kvöld þannig að það er nóg um að vera fyrir bardagaaðdáendur í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular