Þær leiðinlegu fréttir bárust núna rétt í þessu, Jon Jones er meiddur og getur ekki barist gegn Daniel Cormier á UFC 178. Bardaginn fer þess í stað fram á UFC 182 þann 3. janúar.
Þetta eru gríðarlega leiðinlegar fréttir fyrir bardagaaðdáendur enda var bardagans beðið með mikill eftirvæntingu. Bardagi Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso verður aðalbardaginn á UFC 178 í stað Jones-Cormier. Upphaflega átti bardagi Johnson og Cariaso að vera á UFC 177 í lok ágúst.
Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir UFC, aðdáendur og ekki síst Cormier og Jones. Í síðustu viku slógust þeir á blaðamannafundi og fékk bardaginn gríðarlega mikla athygli í kjölfarið. UFC 178 er enn fullt af skemmtilegum bardögum svo sem Conor McGregor gegn Dustin Poirier og Dominick Cruz gegn Takeya Mizugaki.
Ef þú ert með belti og getur ekki mætt þá missir þú beltið. Let´s move on. Ef það var vegna meiðsla (tímabundið) þá sækja menn bara beltið. Frestanir er ekki í boði Dana White ertu að lesa?