Metamoris IV fór fram á laugardagskvöldið. Aðal glíma kvöldsins var á milli Chael Sonnen og Andre Galvao en áður en þeir tókust á stigu tvö tröll á dýnuna, Dean Lister og Josh Barnett.
Dean Lister er alræmdur fótalásasérfræðingur og frægur fyrir að hafa ekki gefist upp í glímu í 16 ár. Josh Barnett er fyrrverandi UFC meistari í þungavigt. Hann er gríðasterkur glímukappi með svart belti í jiu-jitsu með læri eins og eikartré. Þessi glíma er einskonar tilraun til bera saman jiu-jitsu og það sem Barnett kallar “catch wrestling”. Barnett mætti til leiks klæddur eins og Dan Severn, í svartri skýlu og glímuskóm. Án þess að segja of mikið þá er glíman þegar orðin söguleg.
Upphitunarmyndbandið:
Latest posts by Óskar Örn Árnason (see all)
- Óskalisti Óskars 2021 - January 2, 2021
- 10 áhugaverðustu MMA bardagararnir í mars 2020 - March 2, 2020
- 10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í febrúar 2020 - February 3, 2020
“það sem Barnett kallar “catchwrestling”
Er catchwrestling ekki viðurkennd glímuíþrótt?
Og er skílann og skórnir ekki catchwrestling búningurinn?
Catch wrestling er old school glíma sem þróaðist svo síðar út í freestyle wrestling eins og ég skil það. Það var ekki meiningin að Barnett hefði fundið upp hugtakið, rétt ábending hjá þér. Ég er annars ekki viss með búninginn, á gömlum myndum á netinu er menn ýmist berfættir, í skóm, í síðum þröngum buxum eða skýlum. Það sem skaust í kollinn á mér var Dan Severn: