Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaÞriðjudagsglíman: Josh Barnett gegn Dean Lister

Þriðjudagsglíman: Josh Barnett gegn Dean Lister

metamoris 4Metamoris IV fór fram á laugardagskvöldið. Aðal glíma kvöldsins var á milli Chael Sonnen og Andre Galvao en áður en þeir tókust á stigu tvö tröll á dýnuna, Dean Lister og Josh Barnett.

Dean Lister er alræmdur fótalásasérfræðingur og frægur fyrir að hafa ekki gefist upp í glímu í 16 ár. Josh Barnett er fyrrverandi UFC meistari í þungavigt. Hann er gríðasterkur glímukappi með svart belti í jiu-jitsu með læri eins og eikartré. Þessi glíma er einskonar tilraun til bera saman jiu-jitsu og það sem Barnett kallar “catch wrestling”. Barnett mætti til leiks klæddur eins og Dan Severn, í svartri skýlu og glímuskóm. Án þess að segja of mikið þá er glíman þegar orðin söguleg.

Upphitunarmyndbandið:

RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Catch wrestling er old school glíma sem þróaðist svo síðar út í freestyle wrestling eins og ég skil það. Það var ekki meiningin að Barnett hefði fundið upp hugtakið, rétt ábending hjá þér. Ég er annars ekki viss með búninginn, á gömlum myndum á netinu er menn ýmist berfættir, í skóm, í síðum þröngum buxum eða skýlum. Það sem skaust í kollinn á mér var Dan Severn:

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular