Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaUppröðun á bardagakvöldinu í Svíþjóð klár

Uppröðun á bardagakvöldinu í Svíþjóð klár

UFC heldur viðburð í Svíþjóð í þriðja sinn í október en Gunnar Nelson er í aðalbardaganum. 11 bardagar hafa nú verið staðfestir á bardagakvöldinu og er uppröðunin klár. Í fyrsta sinn í sögu UFC samanstendur aðalhluti (e. main card) bardagakvöldsins allt af Norðurlandabúum.

Í aðalbardaganum mætir Gunnar Nelson Bandaríkjamanninum Rick Story. Fyrir helgi var það staðfest að Chan Sung Jung (betur þekktur sem Korean Zombie) mætir Svíanum Akira Corassani í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Jung barðist síðast við Jose Aldo um fjaðurvigtarbelti UFC í ágúst á síðasta ári þar sem hann tapaði. Í bardaganum fór öxlin hans úr lið en hann hefur nú jafnað sig á þeim meiðslum og snýr nú aftur í búrið.

Hinn sænski Ilir Latifi mætir pólska nýliðanum Jan Blachowicz en fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins er milli Svíans Niklas Bäckström og Mike Wilkinson. Það verða því þrír Svíar og einn Íslendingur sem berjast á aðalhluta bardagakvöldsins.

Aðra bardaga kvöldsins má sjá á myndinni hér að neðan en eins og við greindum frá á föstudaginn berst Cathal Pendred á sama kvöldi.

UFC-Sweden-3-Main-Card

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular