Þær leiðinlegu fréttir bárust núna rétt í þessu, Jon Jones er meiddur og getur ekki barist gegn Daniel Cormier á UFC 178. Bardaginn fer þess í stað fram á UFC 182 þann 3. janúar.
Þetta eru gríðarlega leiðinlegar fréttir fyrir bardagaaðdáendur enda var bardagans beðið með mikill eftirvæntingu. Bardagi Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso verður aðalbardaginn á UFC 178 í stað Jones-Cormier. Upphaflega átti bardagi Johnson og Cariaso að vera á UFC 177 í lok ágúst.
Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir UFC, aðdáendur og ekki síst Cormier og Jones. Í síðustu viku slógust þeir á blaðamannafundi og fékk bardaginn gríðarlega mikla athygli í kjölfarið. UFC 178 er enn fullt af skemmtilegum bardögum svo sem Conor McGregor gegn Dustin Poirier og Dominick Cruz gegn Takeya Mizugaki.
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023
Ef þú ert með belti og getur ekki mætt þá missir þú beltið. Let´s move on. Ef það var vegna meiðsla (tímabundið) þá sækja menn bara beltið. Frestanir er ekki í boði Dana White ertu að lesa?