Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaJon Jones meiddur - Bardaganum gegn Cormier frestað

Jon Jones meiddur – Bardaganum gegn Cormier frestað

dc_jonesÞær leiðinlegu fréttir bárust núna rétt í þessu, Jon Jones er meiddur og getur ekki barist gegn Daniel Cormier á UFC 178. Bardaginn fer þess í stað fram á UFC 182 þann 3. janúar.

Þetta eru gríðarlega leiðinlegar fréttir fyrir bardagaaðdáendur enda var bardagans beðið með mikill eftirvæntingu. Bardagi Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso verður aðalbardaginn á UFC 178 í stað Jones-Cormier. Upphaflega átti bardagi Johnson og Cariaso að vera á UFC 177 í lok ágúst.

Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir UFC, aðdáendur og ekki síst Cormier og Jones. Í síðustu viku slógust þeir á blaðamannafundi og fékk bardaginn gríðarlega mikla athygli í kjölfarið. UFC 178 er enn fullt af skemmtilegum bardögum svo sem Conor McGregor gegn Dustin Poirier og Dominick Cruz gegn Takeya Mizugaki.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Ef þú ert með belti og getur ekki mætt þá missir þú beltið. Let´s move on. Ef það var vegna meiðsla (tímabundið) þá sækja menn bara beltið. Frestanir er ekki í boði Dana White ertu að lesa?

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular