Francis Ngannou er nýr þungavigtarmeistari UFC. Hans fyrsta titilvörn verður mögulega gegn Jon Jones en til þess þurfa samningar að nást.
Jon Jones og UFC hafa átt í stormasömu sambandi á síðustu árum. Jones barðist síðast í febrúar 2020 en lét af hendi léttþungavigtarbeltið í fyrra til að fara upp í þungavigt. Jones hefur ekki ennþá barist í þungavigt en hefur talað opinberlega um að hann vilji fá mun betur borgað og sérstaklega ef hann berst í þungavigt þar sem áhættan er meiri.
Jones hefur lýst því opinberlega yfir að hann vilji eltast við þungavigtarbeltið. Eftir sigur Francis Ngannou á Stipe Miocic í nótt vilja flestir sjá fyrstu titilvörn Ngannou gegn Jon Jones. Sjálfur virðist Jon Jones vera til í bardaga gegn Ngannou en vill fá almennilega borgað.
Show me the money
— BONY (@JonnyBones) March 28, 2021
Dana White, forseti UFC, efaðist á blaðamannafundinum í nótt að Jon Jones vilji raunverulega mæta Ngannou. Dana sagði að Derrick Lewis væri næstur í Ngannou en Jon Jones gæti fengið bardagann ef hann tekur upp símann og hefur samband við stjórnendur UFC.
If anyone is wondering if I really want to fight, the answer is yes. I also really want to get paid.
— BONY (@JonnyBones) March 28, 2021
I quit the light heavyweight division, literally gained a massive amount of weight. And now people are saying I’m afraid? Everyone but me claiming that I’m afraid. All I asked was to get paid.
— BONY (@JonnyBones) March 28, 2021
why does a fighter have to be afraid the second he mentions he wants to get paid his worth. What an insult.
— BONY (@JonnyBones) March 28, 2021
I’ve been working my butt off, gained all this weight. Have never lost a fight before. Now all of a sudden I am scared. What bullshit
— BONY (@JonnyBones) March 28, 2021
Það er ljóst að UFC þarf að rífa upp veskið ef Jon Jones á að mæta Francis Ngannou en það ætti að verða þess virði enda yrði það risastór bardagi.