spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJon Jones og Alexander Gustafsson mætast á UFC 178 (staðfest)

Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast á UFC 178 (staðfest)

UFC 165: Jones v GustafssonLoksins loksins gætu einhverjir sagt, en Jon Jones hefur loksins samþykkt að berjast við Alexander Gustafsson eftir að hafa upphaflega hafnað bardaganum. Bardaginn fer fram á UFC 178 í Toronto þann 27. september.

Eins og komið hefur fram neitaði Jon Jones að skrifa undir samkomulag um að berjast við Alexander Gustafsson og vildi þess í stað mæta Daniel Cormier. UFC tilkynnti að allt væri klappað og klárt fyrir bardaga milli þeirra á UFC 177 í lok ágúst og átti Jones einungis eftir að skrifa undir samkomulagið. Jones hlaut mikið last frá áhangendum fyrir vikið. Stjórnendur UFC og Jon Jones hittust í gær til að ræða málin en umræðurnar hafa greinilega farið vel fram þar sem bardaginn er nú loksins staðfestur.

Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í fyrra í þar sem Jon Jones sigraði eftir hnífjafnan bardaga. Enginn hefur komist jafn nálægt því að sigra Jones líkt og Gustafsson gerði það kvöld og er bardagans í september beðið með mikilli eftirvæntingu.

Það verður að teljast ansi undarlegt af UFC að tilkynna að bardaginn færi fram á UFC 177 áður en Jones hafði samþykkt það og skrifað undir samninginn. Það setti pressu á meistarann sem gat ekki annað en skrifað undir á endanum. Af hverju UFC setur slíka pressu á meistarann og þeirra helstu stjörnu er undarlegt og vekur uppi grunsemdir um að samband stjórnenda UFC og Jones sé ekki eins og best verði kosið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular