0

Jón Viðar: Egill fer helvíti heill í bardagann í kvöld

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Egill Øydvin Hjördísarson keppir í kvöld í úrslitum á Evrópumótinu í MMA. Egill er í góðu ástandi eftir bardagana og tilbúinn í lokabardagann.

Egill vann Búlgarann Tencho Karaenev í gær í undanúrslitum með frábærri hengingu í 1. lotu. Bardaginn í gær kláraðist rétt fyrir miðnætti í Tékklandi og var liðið ekki komið á hótelið fyrr en um eitt leytið. Egill var svo mættur í vigtun kl 9 í morgun.

Egill vann Tencho Karaenev og náði þar með að hefna fyrir tapið gegn Tencho á Evrópumótinu í fyrra. „Egill var að springa úr gleði eftir bardagann í gær. Hann er búinn að einbeita sér að þessum gæja í eitt ár og var drullu stressaður fyrir bardagann. Það var mjög flott hjá honum að klára þetta svona með stæl,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis og einn af þjálfurum Keppnisliðsins.

„Egill er með smá skrámu í framan en annars er ekkert að hrjá hann. Hann fer helvíti heill í bardagann í kvöld.“

Sjá einnig: Egill klárar Búlgarann

Egill hefur verið með námsbækurnar með sér enda er hann á kafi í Lögregluskólanum. „Egill er algjör dugnaðarforkur og kvartar aldrei. Hann er að læra á fullu, á von á sínu fyrsta barni, vinnandi og nær að mæta á 1000 æfingar á viku. Það er ekkert grín en svona menn eiga bara eftir að ná langt,“ segir Jón Viðar.

Bardagar kvöldsins byrja kl 19 í Prag (kl 18 hér heima) og er Egill 12. bardagi kvöldsins. Talið er að hans bardagi verði á kl 20-21 í kvöld á íslenskum tíma.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply