Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentJose Aldo missti sig eftir að æfingafélagi hans hermdi eftir Conor McGregor

Jose Aldo missti sig eftir að æfingafélagi hans hermdi eftir Conor McGregor

Jose Aldo

Jonas Bilharinho æfir um þessar mundir með Jose Aldo til að aðstoða landa sinn fyrir risabardagann gegn Conor McGregor á UFC 189. Starf Bilharinho er að herma eftir Conor McGregor og eitt af því sem Bilharinho hermdi eftir er skítkast McGregor í miðjum bardaga.

Jose Aldo fékk Bilharinho til að aðstoða sig við undirbúninginn og á Bilharinho að herma eftir stíl Conor McGregor. Írinn notar mikið af óhefðbundnum spörkum en Bilharinho er sjálfur með stórt vopnabúr af alls kins spörkum.

Bilharinho var í viðtali við MMA Digest á dögunum þar sem hann tjáði sig nánar um æfingarnar. Conor McGregor er vanur því að tala við andstæðinga sína í búrinu og til að hjálpa Aldo enn frekar fór Bilharinho einnig að tala við Aldo á miðjum æfingum. Það var nokkuð sem meistarinn brást illa við fyrst um sinn.

„Ég drullaði mikið yfir hann á æfingum. Enginn andstæðingur Aldo hefur reynt að tala við hann í bardaga og ég er 100% viss um að Conor mun gera það. Conor mun reyna að láta góð högg Aldo líta illa út. Eftir hvert lágspark og hvert gott högg segi ég við hann ‘Aldo, þú getur ekkert. Hvað geturu gert við mig Aldo?’“ segir Bilharinho um æfingarnar.

„Þegar ég talaði við Aldo í miðju sparri missti hann sig. Hann gjörsamlega missti sig en ég sagði við hann ‘þú verður að halda einbeitingu’. Bætingin hans hefur verið rosaleg. Hann er skrímsli á hverri einustu æfingu. Hann missir ekki lengur einbeitinguna þegar ég er að blóta honum. Núna get ég talað illa um mömmu hans og hann heldur haus. Hann mun vera rólegur og halda sér við leikáætlunina í bardaganum. Hann er algjört skrímsli,“ sagði Bilharinho enn fremur.

Það er góðs viti fyrir Aldo að þeir séu að undirbúa sig fyrir hvert smáatriði bardagans. Aldo er nú orðinn vanur skítkasti frá Bilharinho en það er spurning hvort það verði nóg til að undirbúa sig fyrir skítkast frá Conor McGregor.

Viðtalið við Jonas Bilharinho í heild sinni er áhugavert og má hlusta á það hér að neðan.

Sjá einnig: Hermir eftir Conor McGregor fyrir Jose Aldo

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular