spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKristján Helgi gráðaður í svart belti

Kristján Helgi gráðaður í svart belti

Mynd: Mjölnir/Ásgeir Marteinsson.

Kristján Helgi Hafliðason var á föstudaginn gráðaður í svart belti í brasilísku jiu-jitsu af Gunnari Nelson.

Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni hefur verið að gera það gott á mótum hérlendis og erlendis á þessu ári. Kristján vann opna flokkinn og sinn flokk á Mjölnir Open á árinu og varð einnig Íslandsmeistari. Kristján vann síðan tvær ofurglímur erlendis á árinu gegn svartbeltingum. Þá fyrri á Battle Grapple og þá seinni á Samurai Grappling um síðustu helgi.

Kristján Helgi er 22 ára gamall og næst yngsti Íslendingurinn til að hljóta svart belti í BJJ. Gunnar Nelson var 21 árs þegar hann hlaut svarta beltið árið 2009 og er því ennþá sá yngsti til að fá svarta beltið. Kristján byrjaði 14 ára gamall í barna- og unglingastarfi Mjölnis og hefur því hálfpartinn alist upp á glímudýnunum.

Kristján er 17. Íslendingurinn sem hlítur svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason, Jósep Valur Guðlaugsson, Aron Daði Bjarnason og Halldór Sveinsson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular