spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKristján Helgi keppir á Battle Grapple á laugardaginn

Kristján Helgi keppir á Battle Grapple á laugardaginn

Halldór Logi og Kristján Helgi.

Kristján Helgi Hafliðason keppir á Battle Grapple IV mótinu á laugardaginn. Hátt í 40 glímur eru á dagskrá á mótinu og er hægt að horfa á í beinni.

Á Battle Grapple eru skemmtilegum glímumönnum raðað saman og fær hver keppandi því bara eina glímu. Kristján Helgi úr Mjölni mætir Nick Forrer sem er svart belti í brasilísku jiu-jitsu á mótinu. Upphaflega átti Kristján að mæta Tom Caughey (sem keppti á Bolamótinu í fyrra) en Caughey veiktist og kom Nick Forrer inn í dag (föstudag).

Halldór Logi Valsson átti einnig að keppa á mótinu en andstæðingur hans meiddist í vikunni. Halldór Logi var bjartsýnn á að fá nýjan andstæðing en Battle Grapple tókst ekki að finna nýjan andstæðing í tæka tíð. Halldór er kominn út og mun láta sér duga að aðstoða Kristján Helga.

Kristján er í 5. glímu kvöldsins á aðalhluta glímukvöldsins en þær glímur hefjast eftir 24 upphitunarglímur. Aðalhluti glímukvöldsins á að hefjast kl. 14:00 á íslenskum tíma og ætti Kristján að byrja um kl. 15:00.

Hægt er að horfa á Kristján í beinni á streymi Battle Grapple fyrir 5,95 pund hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular