spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Bjarki Þór vs. Quamer Hussain

Leiðin að búrinu: Bjarki Þór vs. Quamer Hussain

Bjarki Þór Pálsson mætir Quamer ‘Machida’ Hussain á laugardaginn í London. Bardaginn er aðalbardaginn á FightStar 12 Championship bardagakvöldinu en Evrópumeistaratitill FightStar er í húfi.

Bjarki Þór (3-0) barðist síðast í apríl þegar hann sigraði Alan Procter með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Bardaginn var endurat eftir að fyrri viðureign þeirra endaði með umdeildum hætti. Bjarki átti frábæra frammistöðu í apríl og ætlar nú að byggja ofan á það með sigri á Quamer Hussain (6-2).

Í þetta sinn mun Bjarki Þór ekki keppa fyrir hönd Mjölnis eins og undanfarin ár. Bjarki Þór og fleiri bardagamenn sögðu skilið við Mjölni til að stofna sinn eigin bardagaklúbb en í þetta sinn munu þeir keppa fyrir Íslands hönd.

Fyrir bardagann hefur Bjarki Þór verið að æfa víðs vegar um bæinn til að undirbúa sig sem best fyrir átökin. Hann hefur bætt boxið sitt í Hnefaleikastöðinni með Vilhjálmi Hernandez, æft Muay Thai með Þórði Bjarkar í VBC og verið í styrktarþjálfun hjá Ingu Birnu Ársælsdóttur í Mjölni.

Samtals munu sex Íslendingar keppa á FightStar 12 bardagakvöldinu nú á laugardaginn.

Bjarki Þór Pálsson (3-0) gegn Quamer ‘Machida’ Hussain (6-2)
Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) gegn TBA
Bjarki ‘Big Red’ Pétursson (1-0) gegn Norbert Novenyi (2-0)
Þorgrímur ‘Baby Jesus’ Þorgrímsson (1-0) gegn Dalius Sulga (4-3)
Björn Þorleifur Þorleifsson (1-1) gegn John Sutton (0-0)
Magnús Ingi Ingvarsson (7-2-1) gegn Farukh Aligadjiev (5-0)

Hér að ofan má sjá Leiðina að búrinu fyrir bardaga Bjarka Þórs á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular