Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Bjarki Þór vs. Stephen O'Keeffe

Leiðin að búrinu: Bjarki Þór vs. Stephen O’Keeffe

Fyrsta titilvörn Bjarka Þórs Pálssonar fer fram á laugardaginn. Bjarki Þór mætir þá Stephen O’Keeffe og er léttvigtartitill FightStar bardagasamtakanna í húfi.

Bjarki Þór Pálsson (4-0) vann léttvigtartitil FightStar með sigri á Quamer Hussain eftir örugga dómaraákvörðun í október. Hann tók sér ekki langa hvíld eftir bardagann og mætir Stephen O’Keeffe (7-3) laugardaginn 9. desember.

O’Keeffe hefur mætt reynslumiklum mönnum á borð við Conor McGregor og Artem Lobov. O’Keeffe tapaði fyrir Conor en sigraði Lobov, sem berst í UFC í dag, árið 2011.

Bjarki Þór er sífellt að leita að leiðum til að bæta sig sem bardagamaður. Fyrir þennan bardaga pantaði hann svo kallað „High altitude“ tjald. Bjarki Þór svaf í tjaldinu í þunnu loftslagi í undirbúningnum fyrir bardagann til að bæta þolið.

Sjá einnig – Leiðin að búrinu: Bjarki Ómarsson vs. Mehmosh Raza

Bjarki segir að þetta verði hans erfiðasti andstæðingur til þessa og verður gífurlega spennandi að fylgjast með bardaganum á laugardaginn.

Fimm Íslendingar berjast á FightStar kvöldinu á laugardaginn en eftirtaldir bardagar verða á dagskrá:

Titilbardagi í léttvigt: Bjarki Þór Pálsson (4-0) gegn Stephen O’Keeffe (7-3)
Fjaðurvigt: Bjarki Ómarsson (0-0) gegn Mehmosh Raza (4-1)
Millivigt: Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) gegn Dawid Panfil (0-0)
Fjaðurvigt: Bjartur Guðlaugsson (2-3) gegn Dario Drotar (2-0)
Hentivigt (68 kg): Jeremy Aclipen (0-0) gegn Callum Haughian (1-1)

Bjarki Þór, Bjarki Ómarsson og Ingþór keppa atvinnubardaga en þeir Bjartur og Jeremy áhugamannabardaga.

Bardagarnir verða sýndir beint á MMA.TV og kostar streymið 7 pund. Þá verður einnig hægt að horfa á bardagana á Drukkstofu Mjölnis og Gullöldinni.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular