Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGeorges St. Pierre gefur frá sér millivigtarbeltið - Whittaker nú alvöru meistarinn

Georges St. Pierre gefur frá sér millivigtarbeltið – Whittaker nú alvöru meistarinn

Það sem flestir bjuggust við eftir sigur Georges St. Pierre á Michael Bisping á UFC 217 hefur orðið að veruleika. Georges St. Pierre er ekki lengur millivigtarmeistari UFC.

Mikið hefur verið ritað um mögulega framtíð Georges St. Pierre (GSP) í 185 punda þyngdarflokknum og heilsuvandamálin sem hrjáðu hann í kjölfarið. Hann átti í miklum vandræðum með að þyngja sig upp í millivigtina eftir að hafa keppt í veltivigt (170 pund) allan sinn feril.

Nú hefur hann sagt frá því að hann hafi verið greindur með ristilbólgu í kjölfar bardagans og geti því ekki æft eða keppt í einhvern tíma. GSP hefur ekki áhuga á að keppa aftur í 185 pundum og gerir því það eina rétta í stöðunni með því að gefa frá sér millivigtarbeltið. GSP hélt beltinu í 31 dag og er þetta stysta meistaratign í sögu UFC.

Robert Witthaker hefur því verið útnefndur óumdeilanlegur millivigtarmeistari UFC og mun verja beltið í Perth í Ástralíu á UFC 221 gegn Luke Rockhold.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular