Þrír Íslendingar keppa á Shinobi War 7 bardagakvöldinu á laugardaginn í Liverpool. Þremenningarnir ræddu við MMA Fréttir á dögunum um komandi bardaga, Evrópumótið í fyrra og fleira í Leiðinni að búrinu.
Leiðin að búrinu er stuttur viðtalsþáttur þar sem við spjöllum við íslenska bardagamenn fyrir komandi MMA bardaga.
Þeir Bjarki Ómarsson, Egill Øydvin Hjördísarson og Hrólfur Ólafsson keppa á laugardaginn á Shinobi bardagakvöldinu en allir kepptu þeir á Evrópumótinu í Birmingham í fyrra. Það var frábær reynsla fyrir þá alla og koma þeir reynslunni ríkari í bardaga sína á laugardaginn.
Strákarnir keppa allir undir merkjum Mjölnis og munum við flytja frekari fréttir af þeim fram að bardögum þeirra.