spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Shinobi War 8

Leiðin að búrinu: Shinobi War 8

Þeir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson berjast á Shinobi War 8 bardagakvöldinu um helgina. Bardagarnir fara fram í Liverpool og eru strákarnir vel undirbúnir fyrir átök helgarinnar.

Bjarki Þór er að fara að berjast sinn fyrsta atvinnubardaga. Bjarki Þór vann Evrópumeistaratitil áhugamanna í fyrra með því að sigra fimm bardaga á fjórum dögum. Núna tekur hann skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að síðan hann byrjaði að æfa íþróttina.

Bjarki Ómarsson berst um fjaðurvigtartitil Shinobi á laugardaginn. Bjarki vann sinn síðasta bardaga á aðeins 19 sekúndum og fékk hann strax í kjölfarið titilbardaga í Shinobi bardagasamtökunum.

Egill Øydvin Hjördísarson átti að keppa á síðasta bardagakvöldi Shinobi í maí rétt eins og Bjarki Ómarsson. Nokkrum klukkutímum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við og var Egill gríðarlega vonsvikinn með að fá ekki að berjast. Óhætt er að segja að Egill sé afar spenntur fyrir bardaganum á laugardaginn.

Íslendingar geta horft á bardagana í beinni útsendingu hér gegn vægu gjaldi.

Leiðina að búrinu fyrir Mjölnismennina þrjá má sjá hér að neðan.

Það kann að vera að ofangreint myndband virki ekki í farsímum og spjaldtölvum. Þeir sem lenda í slíkum vandræðum ættu að geta horft á myndbandið hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular