Lokadagur Evrópumótsins er í þann mund að hefjast. Úrslitin í flokkunum 13 fara fram þar sem tveir Íslendingar keppa til úrslita.
Þau Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni mæta sterkum andstæðingum. Bjarki Þór mætir Búlgaranum Dorian Dermendzhiev sem hefur klárað alla bardaga sína í fyrstu lotu. Sunna mætir hinni sænsku Anja Saxmark en hún hlaut silfur á heimsmeistaramótinu fyrr í sumar.
Í úrslitunum í dag á Ísland tvo fulltrúa sem er frábært afrek. Svíþjóð á sex fulltrúa; Finnland fjóra; England og Búlgaría þrjá; Noregur, Ísland og Norður-Írland tvo; og Ítalía, Rúmenía, Írland og Ungverjaland einn fulltrúa.
Úrslitin verða ekki sýnd í beinni útsendingu á Fight Pass eins og upphaflega var talið en bardagarnir ættu að koma inn í vikunni.